Skírnir - 01.01.1958, Side 95
Skírnir
Um Brávallaþulu
91
Gummi, Scumbar og Humbli. En þessi breyting í tveimur
eða þremur orðum er vel skiljanleg, þvi að í dönsku eru dæmi
um slíkar breytingar mjög snemma43. Stuðningur Olriks af
þessari hljóðbreytingu er því alls enginn, en af þessu dró
hann þessa ályktun alveg út í bláinn: „Forekomsten af nasa-
leringen (Olrik á við u, ú>o undan m) peger hen pá det syd-
lige Norge som den egn, hvorfra kvadet er kommet til Sakse.
Nasaleringens sparsomhed lader sig da rimelig forklare af, at
kvadet ikke har lydt i telemarkisk sprogform, men snarere i
et af de sydligere bygdemál"44.
Nú má spyrja: Er nokkur þörf að telja kvæðið frá Þelamörk,
ef gert er ráð fyrir þvi, að það hafi varðvcitzt í öðrum mál-
lýzkum eins og Olrik vill. Má ekki eins ætla kvæðið upphaf-
legt, þar sem það er geymt?
I kappatalinu koma fyrir m. a. þessi nöfn: Sambar (Sámr),
Ambar (Ámr?), Scumbar (Skúmr), Grombar (Glúmr,
Gormr?), Humbli (Humli) og Findar (Fiðr, Finnr). Þessa
hljóðbreytingu: innskot b, d milli m, n og r, 1, — innskots-
hljóðið a er yngra — taldi Olrik sýna (ásamt hinum dönsku
hljóðbreytingum g>j, g>w í orðunum Egill>Eyil, þrjúgr
>truwar) „en dansk mulig en skánsk, hjemmelsmand for
Sakse“45.
Móti þessu mælir margt. I fyrsta lagi er þessi hljóðbreyt-
ing ekki alger í kappatalinu, því að fyrir koma nöfnin Orm,
Grim, Grimar, Gromer; er athyglisvert, að nafnið Glúmr hef-
ur tvær myndir: Grombar, þar sem hljóðbreytingin hefur átt
sér stað, og Gromer, þar sem ekkert slíkt hefur gerzt. (Ekki
er þó hægt að staðhæfa, að Glúmr sé rétta myndin). 1 öðru
lagi kemur þessi hljóðbreyting fyrir í norrænu: hambre (þgf.
af hamarr) — sumbri (þgf. af sumar)46, en siðast en ekki
sízt skal nefna einföldustu lausnina. Hljóðbreyting þessi kem-
ur fyrir bæði í austdönsku og vestdönsku og því engin ástæða
að telja heimildarmann Saxos sérlega skánskan47. Er ekki
auðveldast að hugsa sér, að þessi dönskueinkenni geti stafað
frá Saxo sjálfum? Það liggur eiginlega í hlutarins eðli, að
lausn Olriks — að kvæðið sé ort á Þelamörk, varðveitt utan
Þelamerkur í Suður-Noregi og hafi loks borizt Saxo með