Skírnir - 01.01.1958, Blaðsíða 96
92
Bjarni Guðnason
Skirnir
skánskum heimildarmanni — er of flókin til að fá staðizt.
Enda fæ ég ekki komið auga á neitt, er geti stutt niðurstöður
hans.
S. Bugge, sem féllst yfirleitt á rök Olriks fyrir heimkynn-
um kvæðisins, vildi kveða enn fastar að orði og ætlaði það
ort á Austur-Þelamörk. Hann segir: „Den i Skaane kjendte
Form af Kvædet synes igjen at forudsætte en Form, som har
fæstet sig hos Mænd, der talte 0st-Telemarkens Folkemaal“4S.
Röksemd hans var sú, að nöfnin Gromer og Grombar fyrir
Glúmr sýni að öllum líkindum, að r tákni þykkt 1 („kaku-
minal“ 1), en þykkt 1 er ekki til fyrir vestan Austur-Þelamörk.
Eitthvað mætti nefna hér til að draga úr gildi þessarar ætl-
unar Bugges. Er t. d. öruggt, að þykkt 1 hafi náð að þróast
þegar á 12. öld á Austur-Þelamörk? Er nauðsynlegt að gera
ráð fyrir, að þykkt 1 hafi breytzt í r í fyrrgreindum orðum?
En hvað um það, þá er þetta vissulega ekki sönnun þess, að
kvæðið sé ort á Austur-Þelamörk.
Seip hefur athugað manna mest máleinkenni á kappatali
Saxos. Eins og áður er getið, féllst Seip á norskt heimkynni
kvæðisins og að nokkru leyti á aldursákvörðun Bugges49, en
hann ætlaði kvæðið vera ort utan Þelamerkur andstætt Olrik
og Bugge. Hefur hann hrakið niðurstöður þeirra að því leyti50.
Þegar Seip hefur sýnt fram á, að Þilir væru fremur lastaðir
en lofaðir í Broti og því ekki hægt á þeirri forsendu að sanna
neitt um heimkynrii kvæðisins, vill hann sjá í því striðning
fyrir kenningu sinni um, að kvæðið sé ort í nágrannabyggð-
um Þelamerkur. Hann segir: „En slik dom om teledolene kan
ikke skyldes noen teledol, men skriver sig sikkert fra granne-
bygdene. Vi ser her et uttrykk for spráklig „naboopposisjon“
og for bymannens eller sjobygdmannens syn pá fjellbonden:
han taler langsomt og gir sig god tid“51. Það má taka undir
þau orð Seips, að kvæðið sé ekki ort á Þelamörk; það sýnir
Brot. Að öðru leyti verður að vísa fyrrgreindri athugasemd
hans á bug, enda gefur slík rannsóknaraðferð, sem stafar frá
Olrik, engan grundvöll til úrlausnar.
Miklu merkilegri og athyglisverðari eru athuganir Seips á
mállegum einkennum hjá Saxo til stuðnings kenningu sinni