Skírnir - 01.01.1958, Page 97
Skímir
Um Brávallaþulu
93
um heimkynni kvæðisins. Verður að athuga, hvort þar sé ekki
fenginn grundvöllur til að leysa vandamálið á.
Mikill ókostur þykir mér á rannsóknum og athugunum
Seips, að hann gerir enga grein fyrir því, hvernig handritum
að Danasögu Saxos og þá sérlega kappatalinu er háttað. En
sjálf handritin eru þó undirstaða slíkra rannsókna. Um þau
verð ég að fara nokkrum orðum. Leyfa heimildirnar sjálfar
ótakmarkaðar, takmarkaðar eða engar ályktanir um heim-
kynnin af endingum nafnanna?
Svo er um hnútana búið, að ekkert handrit er til af allri
Danasögu Saxos, heldur aðeins örfá og snubbótt handritabrot.
Undirstaða allra útgáfna af ritum Saxos er byggð á út-
gáfu Kristjáns Péturssonar (Christernus Petri) í París 1514,
sem jafnframt er fyrsta útgáfan af verkum hans. Kristján
Pétursson hefur stuðzt við handrit, sem nú er glatað — ef
hann hefur þá aðeins byggt á einu handriti, eins og flestir
fræðimenn telja. Það er auðsætt, að mállegar rannsóknir á
Saxo eru miklum vandkvæðum bundnar, þegar byggja verð-
ur að meginþræði á prentuðu riti frá upphafi nýaldar. Þessa
sér líka stað í ritinu. Yfirleitt virðist útgáfa Kristjáns Péturs-
sonar vera sæmileg að gæðum, en ótaldar prentvillur ýmiss
konar eðlis hafa vísindamenn leiðrétt hjá honum. Hafa flest-
ar þær villur legið í augum uppi. Enn eru f jölmargir tortryggi-
legir staðir í útgáfunni, sem engin tök eru á að færa til betri
vegar. Eins og að líkum lætur, koma einna berlegast í ljós
villur eða kynlegir rithættir í norrænum manna- og staða-
nöfnum hjá Saxo, þau sem honum eða afritara eða Kristjáni
Péturssyni eða prentaranum voru lítt eða ekki kunn. Hve-
nær slæddist villan inn, og frá hvaða aðila stafar hún? Þetta
er tíðum alger ráðgáta.
Stephanus J. Stephanius gaf út árið 1645 verk Saxos með
ítarlegum skýringum, Notae uberiores. 1 skýringum hans við
8. bók er prentuð gömul dönsk þýðing af kappatali Brávalla-
kvæðis52. Víst má telja, að þessi þýðing sé leifar af heildar-
þýðingu Kristjáns Péturssonar af Saxo, sem hafi síðar farið
forgörðum.
Nauðsynlegt er að bera saman Parisarútgáfuna og þýðingu