Skírnir - 01.01.1958, Side 100
96
Bjarni Guðnason
Skírnir
Rethyr, Rethir (Hreiðarr)
Saligothus, Salgot (Sali gauzki?)
Sigtim (Sigtúnir)
Tatar, Tathar (Teitr)
Thrygir (Tryggvi)
Toruil (Þórífill)
Windar (Eyvindr)
Thorny (Torvi?)
Samanhurður textanna leiðir til eftirfarandi niðurstöðu: A
getur ekki stuðzt eingöngu við CP og CP ekki við A; hins
vegar hljóta A og CP að renna frá sama handriti — það sýna
hin fjölmörgu brengluðu nöfn, sem eru sameiginleg báðum
gerðum. Þessi niðurstaða kemur heim við ríkjandi skoðanir
fræðimanna54. CP getur því ásamt A veitt betri hugmynd um
hið sameiginlega handrit en A eitt sér.
Handrit það, sem A og CP eru byggð á, hefur morað af
rangfærslum og ritvillum, sem hafa aukizt með hverri af-
skrift — um það þarf ekki að efast. Enn sýnir samanburður-
inn, að nýjar villur hafa slæðzt inn og þær ófáar, bæði í A
og CP. Einnig er athyglisvert, að enn fleiri rangfærslur virð-
ast í CP en í A — sem var þó í rauninni ekki að vænta — og
sýnir það m. a. glöggt, hvernig efninu er háttað og vinnu-
brögð Kristjáns Péturssonar. Það er ekki einu sinni ætíð hægt
að ráða af A og CP með fullri vissu, hvaða norrænt nafn hef-
ur legið til grundvallar hverju sinni, hvað þá að fullyrða megi
um endingarnar. Full ástæða er til að draga í efa, hvort kleift
sé í raun og veru að fullyrða nokkuð rnn heimkynni kvæðis-
ins með hliðsjón af endingum. Þessi athugasemd styrkist frek-
ar, ef gaumur er gefinn þeim glundroða, sem rikir í ending-
um þeirra orða í A eða CP, er ættu að hafa sömu endingar.
Rúmlega 60 mannanöfn, er enda á -r með undanfarandi
samhljóði, eru í A rituð á þrjá vegu. 1 fyrsta lagi hafa 15 nöfn
latneskar endingar (-a, -o, -u): Hetha (Heiðr), Regatho (Beig-
aðr), Hothbroddo (Hgðbroddr), Sywardus (Sigurðr), Syg-
mundus (Sigmundr). f öðru lagi hafa um 25 nöfn fellt niður
r-endinguna og fengið danska mynd: Brand (Brandr), Alf
(Alfr), Ulf (Ulfr), Brat (Brattr). f þriðja lagi eru um 24