Skírnir - 01.01.1958, Qupperneq 102
98
Bjarni Guðnason
Skírnir
(Ámr?), Tatar (Teitr), Hortar (Hjgrtr), Grimar (Grímr,
Grímarr), Dahar (Dagr), Herlewar (Herleifr), Windar (Ey-
vindr), Gotar, Gotar (Gautr, Gautarr), Throndar, Thronder
(Þrándr), Rokar (Hrókr), Scumbar (Skúmr), Thorlevar (Þor-
leifr), Roldar, Rolder (Hróaldr), Haswar (Halfr?), Blihar
(Blígr), Findar (Fiðr, Finnr), Ruthar (Hrútr), Erlingar, Er-
ling (Erlingr), Grombar (Glúmr, Gormr?), Berhgar (Bergr),
Holmar (Hólmr), Thririkar (Þrýðríkr) og loks viðurnefnið
thruwar (þrjúgr). Hér má kannski draga undan nöfn eins og
Grimar og Gotar vegna þess, að til eru myndirnar Grímarr
og Gautarr, og þarf því a ekki að vera innskot í þessum orð-
um. En þetta breytir litlu.
Þetta innskotshljóð virðist vera mjög á reiki. Hef ég fundið
þrjú dæmi um e sem snikjuhljóð í A: Serker, Gromer, Thron-
der og þrjú dæmi í CP: Rolder, Grommer og Thronder. Hér
má e. t. v. hæta við Gother (A) og Aluuer (CP), sem sýna
þó sennilega aðeins veiklun á -a- (Gother<Gautarr, Aluuer
<Alfarr). Enn kemur fyrir eitt orð með -i- sem innskots-
hljóði: Haddir A, Haldir CP (Haddr). Loks koma nöfnin
Þrándr og Hróaldr tvívegis fyrir; í A eru myndirnar hæði
Throndar og Thronder, Roldar og Rolder, en í CP eru mynd-
irnar eingöngu Thronder og Rolder.
Seip hyggur, að Saxo hafi fengið snikju -a- úr norskri heim-
ild og hann hafi haft kvæði fyrir sér í norsku, nánara sagt
suðausturnorsku handriti55.
Er þá fyrst að athuga, hvemig þessu fyrirbæri er háttað í
norskunni. Elztu dæmi um innskotshljóð eru almennt talin á
mynt einni frá dögum Ólafs kyrra Noregskonungs ((Ol)aver)
1067-—69; og í tveimur eða þremur nöfnum á rúnasteinum
fyrir 1100 frá austurhluta landsins. f vestnorsku verður fyrst
vart við sníkjuhljóðið í ritum skömmu eftir 1200 (Gamal
norsk homiliebok) og í þrænzku fyrst um 1250; en það er
ekki orðið almennt í norskum ritum fyrr en um 1325.
Á íslandi em elztu dæmin um slíka þróun frá þvi um 1300.
Þetta snikjuhljóð var með ýmsu móti: -u- í Suðvestur-Noregi,
íslandi og Færeyjum, í austurhéruðum Noregs og ögðum -a-,
í öðmm héruðum Noregs -e- eða -ae-5G.