Skírnir - 01.01.1958, Síða 103
Skímir
Um Brávallaþulu
99
Seip bendir á, að fræðimenn hafi ekki fært sér í nyt þessa
norsku hljóðbreytingu til sönnunar á heimkynnum Brávalla-
kvæðis „ . . . fordi man har hatt vanskelig for á tro at denne
vokalen var utviklet sá tidlig i norsk“57. Seip telur, að sníkju-
hljóðið hafi getað verið til í ritum frá Yestfold þegar um 1150.
Engin norsk handrit eru til frá suðaustur Noregi frá 12. öld
og því rétt hjá Seip, að af því þurfi ekki endilega að álykta,
að hljóðbreytingin hafi ekki fundizt þar (í hugsanlegum rit-
um!) á þeim tíma. Margt mælir þó á móti þessu, enda virðist
mér Seip ekki lánast að færa fram nægileg rök fyrir því, að
-a-sníkjuhljóðið í norsku sé svo gamalt, sem hann vill vera
láta.
Nauðsynlegt er að athuga nánar dæmi þau, er Seip bendir
á máli sínu til stuðnings. Eins og áður segir, eru engar bók-
leifar til frá suðausturbyggðum Noregs frá 12. öld. Verður því
að leita til rúnasteina og annarra menningarsögulegra forn-
menja, en þær eru allmargar varðveittar.
Seip nefnir sem elzta dæmi um innskotshljóð í norsku nafn-
ið (Ol)aver fyrir Ólafr á fyrrgreindri mynt frá því um 1067
—69. En er fært að reiða sig á þetta dæmi? Á myntum frá
tímum þeirra feðga, Haralds harðráða og Ólafs kyrra, eru nöfn
þeirra með ýmsu móti: Haraldr, Haroldr, Harald, Arald,
Ólafr, Ólaf og (Ol)aver58.
Nú er vitað mál, að Engil-Saxar voru í þjónustu Noregs-
konunga, eins og m. a. nöfn myntsláttumanna sýna (Hlfkell,
Lefric); einnig ber o-hljóðið í Haroldr vitni engilsaxneskra
áhrifa. Er ekki eðlilegast að hugsa sér þetta einstaka dæmi um
innskotshljóðið sem ritvillu eða upprunnið vegna erlendra
áhrifa, jafnvel þótt ekki verði bent á örugga erlenda fyrir-
mynd? Á sama hátt mætti skoða myndirnar Ólaf og Harald
— og reyndar Arald einnig, sem sýnir þar að auki latnesk
áhrif — sem elztu dæmi mn brottfall r eftir samhljóði í lok
orða, en sú breyting hófst ekki fyrr en um 1300 í norsku69.
Það hefur þó ekki verið gert, en litið á þetta sem erlend áhrif,
eins og rétt er, enda auðvelt að benda á öruggar erlendar fyr-
irmyndir. Þetta dæmi er einkum tortryggilegt vegna þess,
hversu gamalt það er, og fyrsta sennilega dæmið um þessa