Skírnir - 01.01.1958, Blaðsíða 104
100
Bjarni Guðnason
Skírnir
hljóðbreytingu er ef til vill einni og hálfri öld yngra („unn-
ulfer“, sjá síðar). Innskotshljóðið í þessu dæmi — ef það er
haldgott — er e, en ekki a, og getur því Seip í rauninni ekki
haft neinn stuðning af því.
Höldum áfram með dæmi Seips. Sverð nokkurt hefur fund-
izt við bæinn Korsoy á Heiðmörk með áletruninni „aumutær
geþemik aaslikæramik“, þ. e. „Auðmundr gerði mik; Ásleikr
á mik“60. Vísindamenn hallast að því að telja sverðið frá því
fyrir 1100 (t. d. Jan Petersen og Seip)61. Ýmis vandamál eru
tengd þessari menningarleif, og e. t. v. má greina dönsk áhrif
á rúnunum. E. H. Lind segir, að S. Bugge hafi talið sverðið frá
því um 1000 og ristuna fremur danska en norska62. Varla er
kleift að ætla þetta öruggt dæmi. Enn má víkja þessu til hlið-
ar vegna þess, að hér er innskotshljóðið -æ- en ekki -a-. Rétt
er að vekja athygli á, að þessi tvö tortryggilegu dæmi eru einu
sýnishornin um þessa breytingu, þ. e. innskot -e- og -æ- fyrir
1200, þrátt fyrir að bókleifar séu varðveittar bæði norðan-
fjalls og vestanfjalls i Noregi frá seinni hluta 12. aldar auk
fjölda rúnasteina.
Enn nefnir Seip eitt dæmi frá Ámotsdal á Þelamörk: „unn-
ulfer erþeklokoþe(s)sa“, þ. e. „Unnulfr gerði klokku þessa“.
I. Undset ársetti klukkuna til um það bil 1200, en A. Bugge
til 13. aldar63. Hér er enn sem fyrr innskotshljóðið e og dæm-
ið þar að auki svo ungt, að það sannar ekkert um það, sem
hér skiptir máli.
Loks nefnir Seip bréf nokkurt frá Páli biskupi í Björgvin,
talið skrifað á áratugunum 1170—90. Þar koma fram orð-
myndir eins og „yder, bræder, Aslaker" o. s. frv. f fyrsta lagi
er bréfið varðveitt í afriti (prentað í Diplomatarium Norveg-
icum), og í annan stað er hér sem fyrr innskotshljóðið e. f
þessu sambandi mætti geta þess, að rétt við fyrrgreint bréf í
Diplomatarium Norvegicum er prentað langt bréf frá Hákoni
Sverrissyni konungi skrifað í Víkinni 1202, þar sem búast
mætti við innskots-a, en svo er þó ekki, heldur ætíð ritað án
sníkjuhljóðs: „konongr, marghr, hælldr, Sighurðr“ o. s. frv.
Þetta bréf er einnig í afriti61.
En hvaða dæmi hefur þá Seip um a sem sníkjuhljóð fyrir