Skírnir - 01.01.1958, Page 105
Skírnir
Um Brávallaþulu
101
1200? Á Atrá-kirkju á Þelamörk er eftirfarandi áletrun, talin
rist um 1180: „rannar biskop uigþi kirkiu þessa þa fygþi hon-
om fylgþi þa þorþr kapalæin ok æinar nafr ok þrontr mokr
ok þorstæin rauþi ok þontr kin ok han ræist runar þesar“.
Þetta hljóðar þannig: „Ragnarr biskup vígði kirkju þessa; þá
fylgði honum, fylgði þá Þórðr kapaleinn ok Einarr nafarr ok
Þrándr munkr ok Þorsteinn rauði ok Þrándr kinn, ok hann
reist rúnir þessar“65.
Seip telur, að myndin „nafr“ bendi til þess, að „þorþr“
standi óbeinlínis fyrir „þorþar“, og verður þá einnig að ætla,
að orðin „þrontr, þontr, mokr“ standi fyrir „þrontar, þontar,
mokar“, öll án innskotshljóðs. Undir þetta tekur M. Olsen.
Miklu nær liggur að ætla „nafr“ villu fyrir nafar, enda kem-
ur fyrir augljós ritvilla í áletruninni („þontr": þrontr). Og
hvers vegna stendur þá ekki „rannr“ og „æinr“ fyrir rannar
og æinar — eins og „nafr“ fyrir nafar? Þessi áletrun virðist
afsanna ályktanir Seips, að minnsta kosti getur hann ekki
haft neinn stuðning af þessu dæmi.
Elzta dæmið um a sem sníkjuhljóð er á rúnasteini frá Tose
í Austfold: „aslacar“ fyrir aslacr (þ. e. Áslákr). M. Olsen
hyggur ristuna vera frá 1150—1200, og fylgir Seip því í mál-
sögu sinni66.
Enn nefnir Seip orðin „heilagar“ og „bunaðar“ fyrir heilagr
og bunaðr, er koma fyrir í aðalhandriti af Barlaams sögu og
Jósafats. En þetta skiptir í þessu sambandi ekki máli, því að
handritið er, að því er Seip segir, frá því ilm 1250. En þar
með eru dæmi Seips upptalin; Seip getur þannig ekki nefnt
nema eitt einasta dæmi um a sem innskotshljóð frá 1200 eða
fyrr, þ. e. orðið „aslacar“. Eins og efnið liggur fyrir, virðist
sú fullyrðing Seips, að „ . . . det er sikkert at den nye „stotte-
vokal“ var utviklet i norsk alt i llte hundreár, og derfor godt
kan ha foreligget i skrifter fra Vestfold omkring 1150“ —
vera vægast sagt vafasöm. Að auki má benda á, að þótt ein-
hverjar líkur kynnu að vera til þess, að innskots -e- hafi
þröngvað sér inn vestan- og norðanf jalls í Noregi á 11. öld
— sem er hæpið — leiðir alls ekki af sér, að innskots -a- hafi
rutt sér til rúms austanfjalls á 12. öld, hvað þá komizt á bækur.