Skírnir - 01.01.1958, Síða 106
102
Bjarni Guðnason
Skírnir
Rúnaristur frá seinni hluta 12. aldar úr héruðum Suðaustur-
Noregs — en þær eru allmargar —- votta það allar, að inn-
skotshljóðið hafi ekki farið að ryðja sér hraut fyrr en í lok
aldarinnar eða öllu heldur á öndverðri 13. öld. Að vísu er
vandi á höndum að kveða nánar á um aldur ristnanna og frá
hvaða málsvæði rúnameistarinn er sprottinn. Því er heimilda-
gildi einnar rúnaristu mjög takmarkað að þessu leyti. Eitt
dæmi höfum við, sem er ársett með mikilli vissu frá 1192
—1201 á Vinje-kirkju á Þelamörk. Þar stendur: „sigurþr ials-
sun ræist runar þesar lougar dagen æftir botolfs mæso er an
flyþi higat ok uildi æigi gaga til sætar uiþ suærri foþur bana
sin ok hroþra", þ. e. Sigurðr jarlssun reist rúnar þessar laug-
ardaginn eptir Bótolfsmessu, er hann flýði hingat ok vildi
eigi ganga til sættar við Sverri, ÍQðurbana sinn ok brœðra.
Sigurður þessi er talinn sonur Erlings skakka. Þessari áletrun
fylgir dróttkvæð vísa, sem er án innskotshljóðs og rúnameist-
arinn nefnist „haluarþr krenske“, þ. e. Hallvarðr grenski67.
Með þessu dæmi má svo tína til mörg önnur, sem fræðimenn
eru ásáttir um, að séu frá ofanverðri 12. öld: „onotr“ þ. e. 0n-
undr (Agðir), „auhmuntr“, þ. e. 0gmundr (Ósló), „þorþr“,
þ. e. Þórðr (Heiðmörk) o. s. frv.68
Enn skal geta, að elzta norska frumskjalið, sem varðveitt
er, mun skrifað í Osló, sent út af Filippusi Baglakonungi á
árunum 1207—17. Óvist er, hvaða mállýzku bréfið sýnir, en
austlenzk er hún að sögn Seips69.1 því koma fyrir orðin „maðr,
verðr, diærfr“ öll án sníkjuhljóðs. Þótt þessi orð heyri ef til
vill til föstum formála og því íhaldssöm, ber ekki að hafna
vitnisburði þeirra. í þeim fáu norsku ritum, sem varðveitt eru
fyrir 1200 — að vísu ekki frá suðaustur-héruðunum — kem-
ur innskotshljóð alls ekki fyrir. Niðurstaðan af þessum laus-
legu athugunum er því þessi:
Seip hefur ekki getað hent á nema eitt dæmi um a sem
innskotshljóð frá 1200 eða fyrr í Noregi. Það er alveg aug-
ljóst, að eitt dæmi á rúnasteini er ekki þungt á metunum. Má
minnast orða B. Hesselmans: „Men runstensortografi ar nu
inte mycket att hálla sig till“70. Hins vegar taka rúnimar af
allan vafa um, að sníkjuhljóðið heyrir til undantekninga, og