Skírnir - 01.01.1958, Síða 107
Skímir
Um Brávallaþulu
103
í elztu bréfum eftir 1200 kemur það ekki fyrir. Sennilegt er,
að þess hafi eitthvað gætt í talmáli, en varla að ráði fyrr en
um 1200. Af þessu er ljóst, að ógerningur er að sanna norsk
heimkynni Brávallakvæðis með hliðsjón af a-sníkjuhljóði í
endingum hjá Saxo, er skrásetti kvæðið að öllum líkindum á
ofanverðri 12. öld. Þar með fellur burt aðalröksemd Seips
fyrir norskum heimkynnum, auk þess sem hin slæma varð-
veizla kvæðisins hjá Saxo leyfir mjög takmarkaðar ályktanir
af endingum nafnanna. -— En af þessu leiðir vitaskuld ekki,
að kvæðið geti ekki verið norskt.
Er auðsætt að leita verður annarra skýringa á þessu fyrir-
brigði í endingum hjá Saxo — ef menn halda því eindregið
fram, að endingarnar hljóti að falla undir ákveðin málfræði-
og hljóðlögmál, sem hægt er að henda reiður á.
Um daga Saxos hafði gerzt sú breyting í dönsku, að nf.-r
hafði yfirleitt fallið brott. Þó eru til mörg dæmi um, að r hafi
haldizt í bakstöðu og sérhljóð hafi myndazt milli r og undan-
farandi samhljóða. Þetta nýja hljóð, snikjuhljóðið, er yfirleitt
táknað með æ eða e. Mörg dæmi eru varðveitt um þetta allt
til 1300 í mannanöfnum: Baldær, Haddingær, Bingær, Stark-
athær, Frithleuer, Siwaldær o. fl.71 Hins vegar er fátítt, að
sníkjuhljóðið sé táknað með a og virðist það þá stafa af áhrif-
um undanfarandi sérhljóðs, t. d. aftar, akar, gangar, harthar,
takar o. s. frv.72 Mér er aðeins kunnugt um þrjú mannanöfn,
er hafa innskots-a, en þau nöfn koma reyndar oftar fyrir með
öðrum endingum: Baldar (Baldr; eitt dæmi), Starkaþar (Stark-
aðr; þrjú dæmi, öll í Codex Runicus) og Hothar (Hgðr; tvö
dæmi)73.
Því verður ekki andmælt, að á tímum Saxos hafi verið í
notkun ýmis mannanöfn með sníkjuhljóði í endingum, þótt
hin almenna regla hafi verið sú, að nf.-r hvarf. Má ef til vill
hugsa sér, að Saxo hafi reynt að fyrna orðin með því að
láta þau halda endingu, enda hefur heimildarmaðurinn
vafalítið haft áhrif á hann með r-framburði sínum. Enn
má geta þess, að sum nöfn hafa auðvitað endað á -arr,
svo sem Einarr, Borgarr, Grímarr, Gautarr o. s. frv. Þessi
nöfn eru þó ekki nema um 10 talsins í kappatalinu. Er hugs-