Skírnir - 01.01.1958, Side 108
104
Bjarni Guðnason
Skírnir
anlegt, að þessi ending hafi flutzt á önnur nöfn, þar sem hún
átti ekki að vera — þegar einhver tók sér fyrir hendur að
samræma sníkjuhljóðið(P). Ég vil taka fram, áður en ég hverf
frá þessu, að mér hefur varla lánazt að skýra fyllilega — frek-
ar en öðrum —• hin fjölmörgu dæmi um a sem sníkjuhljóð
í kappatali Saxos.
Seip hefur enn bent á fleiri atriði í kappatali Saxos, sem
honum þykir benda til Noregs, þótt hann nefni þau fremur
til að styðja aðalröksemdina en sem sjálfstæðar sannanir. Ég
skal nú víkja að þeim stuttlega.
A. Olrik hafði haldið því fram, að kappatalið sýni ekki hinn
almenna rithátt Saxos til að tákna önghljóðið g eða gh. At-
hugun leiðir í ljós, að önghljóðs-g er táknað á 6 vegu hjá Saxo
í kappatalinu (í A): g (Borgi, Belgi, Sigmundus), gh (Borghy,
Borgha), hg (Berhgar), w (thruwar), h (Borrhy, Blihar,
Brahi, Dahar, Scaha-), og loks sleppt (Sywaldus). Það er fá-
títt, að h tákni önghljóð í dönskum ritum, þó er h-táknið
notað í handriti af skánskum lögum með rúnaletri frá síðasta
þriðjungi 13. aldar (Codex Bunicus)74. Af þessu ályktar 01-
rik, að kappatalið hljóti að vera skráð af öðrum en Saxo og
annaðhvort með rúnum eða latínuletri af manni, sem þekkti
rúnaletur75.
Seip vill sjá í þessu sönnun fyrir norskum heimkynnum
kvæðisins, þar sem h tákni stundum önghljóðs-g í norskum
ritum frá 12. öld og einnig oftlega á rúnasteinum 11. og 12.
aldar. Seip segir: „I det norske skrift som má ha foreligget
for Saxo, har h sikkert vært brukt i stor utstrekning, og det
avspeiler sig i Saxo’s latinske gjengivelse“76. Nægir ekki að
skýra þetta fyrirbæri á þann hátt, að Saxo hafi þekkt þetta
tákn fyrir önghljóðs-g af dönsku rúnaletri, enda telur hann
rúnir meðal heimilda sinna í formálanum að sögu sinni?
Einnig má nefna, að í latneskum ritum kemur stundum fyrir,
að h táknar önghljóðs-g77.
Eins og eðlilegt má þykja, liggur nærri að hera saman í
kappatalinu tíðni einstakra mannanafna í norsku og íslenzku
og gæta að, hvort sú rannsóknaraðferð færi ekki einhverja