Skírnir - 01.01.1958, Side 109
Skírnir Um Brávallaþulu 105
lausn. Bæði Olrik og Seip liafa viljað styðja mál sitt með
þeirri aðferð.
Olrik nefndi sérstaklega viðurnefnið þriúgr (,,snjóskór“).
Aðeins er kunnugt um einn nafnbera með þessu viðurnefni,
og er hann í kappatalinu (Einarr þriugr Brot, Ivarus thruwar
A, Iver truere CP). Auk þess er nefndur í annarri heimild
Norðmaðurinn Tosten triugnef, þar sem orðið er sennilega
fyrri liður í viðurnefni78. Loks er rétt að geta þess, að orðið
kemur líklega einnig fyrir í bæjarnafni í Þrændalögum og
reyndar víðar í Noregi (Trygstad, Trogstad o. fl., „Þriúgs-
staðir")79. Nútímaíslenzka hefur aðeins varðveitt
myndina „þrúga“ (kvk.), en í nútímanorsku eru til báðar
myndirnar trjug (kk.) (þ. e. í Valdres, Setesdal, Þelamörk
og Hallingdal) og trug (kvk.)80. Af þessu dró Olrik þessa
ályktun: „At vi finder den sjældne sydnorske sideform, er
sikkert et vidnesbyrd blandt mange om at kvadet er diktet i
disse egne“81. I íslenzkum staðanöfnum kemur fyrir karl-
kynsmynd orðsins: „Þrjúgsá“ og „Þrjúgstunga" í Eyjafirði82.
Eini munurinn er sá, að nútímaíslenzka hefur glatað annarri
myndinni, en norskan varðveitt báðar. Því er ekki hægt að
taka undir fullyrðingu Olriks. Seip nefnir ekki þetta viður-
nefni til sönnunar á norskum heimkynnum kvæðisins, og geri
ég því ráð fyrir, að honum hafi verið ljósir annmarkar á því.
Hins vegar fylgdi hann Olrik í því, að nafnið Krókarr í Broti
sýndi „sydnorsk sprogform"83.
Nafnið Krókarr er hvorki til í norskum né íslenzkum
heimildum fyrir 1300 nema á þessum eina stað. Nafnið Krókr
kemur fyrir í íslenzkum heimildum aðeins í Bárðar sögu Snæ-
fellsáss, en er almennara í Noregi, og birtist m. a. sem Kroker
(1327—37) og Krokar (1377) í Vestfold og Bóhúsléni81.
Þessi dæmi eru ung og sýna sníkjuhljóð undan r. 1 kappa-
talinu í Broti er fjöldi óvenjulegra nafna, og höfundur hefur
dregið nöfn að hvaðanæva, eins og síðar mun bent á. Fyrir
koma nöfn, sem aðeins eru nefnd í kappatalinu, t. d. Bráma
(Bramuson) og Tolla (Tolluson), eða ef til vill eru þetta af-
bakanir, því að afbakanir eru með vissu í Broti, t. d. Glismakr