Skírnir - 01.01.1958, Side 110
106
Bjarni Guðnason
Skírnir
goði og Hloomboði. — Er auðsætt, að kappatalið hefur varð-
veitzt lengi í munnlegri geymd, áður en það var skrásett.
Nöfnin Krókr — Krókarr eru tengd á svipaðan hátt og Grímr
-—- Grimarr, Alfr — Alfarr, Ormr — Ormarr, Garðr — Garð-
arr. Sum þessara nafna koma fyrir í Broti, og flest eru algeng,
það hefur því verið auðvelt að mynda Krókarr af Krókr, enda
viðskeytið -arr mjög algengt í karlkynsnöfnum. Loks gæti
þetta verið villa afritara. En hversu sem þessu er farið, er létt-
úð að byggja fullyrðingar um norsk máleinkenni í Broti á
þessu eina orði, þegar um 40 nöfn í kappatalinu enda öll á
samhljóða og r án innskotshljóðs.
Seip telur síðar upp nöfn hjá Saxo, er eingöngu hafa
norska nafnbera: Nafnið Grundi (Grundi A, Grunder CP;
vantar í Brot) er vissulega aðeins norskt. Elzta örugga dæm-
ið um sögulegan nafnbera er frá því um 120085, og sýnir
Seip fram á það, að það sé algengast í suðausturbyggðum
Noregs. Einnig nefnir Seip nöfnin Garðr (Gardhstang A,
Gordstang CP, Garðr Brot), Valsteinn (Valsten A og CP, Brot
vantar) og Borgarr (Borrhy, Burgha A og CP, Borgar Brot),
sem heyra að mestu til þessara byggða86. Lind hefur engin
dæmi um þessi nöfn frá Islandi eða þá mjög ung og óviss.
Rétt er að taka fram, að Lind hefur aðeins eitt ungt dæmi um
nafnið Valstein; er það frá Eiker í Noregi árið 1425, svo að
það dæmi gefur ekki mikið í aðra hönd.
Ég dreg mjög i efa gildi þessarar rannsóknaraðferðar, þótt
vissulega sé rétt að kynna sér tíðni einstakra nafna í Noregi
og á íslandi, því að vera mætti, að nöfnin bentu í aðra hvora
áttina. En því er nú ekki að heilsa. Seip nefnir fyrrgreind
fjögur nöfn, sem tengd eru að mestu Noregi; ég gæti bætt við
fleirum: Álfarr (Aluuer A, Alfuer CP, Alfar Brot); Lind tel-
ur tvö dæmi: annað úr Jarðabók Eysteins biskups, hitt frá
1369; ekki er kunnugt um neinn nafnbera á Islandi. Guð-
fastr (Guthfast A og CP, Gunnfastr Brot). Lind nefnir nokk-
ur dæmi, sem bundin eru Jamtalandi, elzta dæmið á rúna-
steini frá 1050; ekkert dæmi frá Islandi. Herleifr (Herlewar
A og CP, Herleifr Brot); um þetta nafn eru fjölmörg dæmi í