Skírnir - 01.01.1958, Side 111
Skírnir Um Brávallaþulu 107
Noregi; það elzta þó aðeins frá því um 1300; ekkert öruggt
dæmi til frá íslandi.
En nú skal snúa að hinni hlið málsins. 1 kappatalinu koma
fyrir nöfn, sem einungis eru til dæmi um frá íslandi: Grettir
(Gretir A og CP, Gretir Brot); Lind þekkir ekkert dæmi frá
Noregi um þetta mannsnafn, en er kunnugt þar sem auk-
nefni; hins vegar mjög gamalt á íslandi sem mannsnafn.
Hjyrtr (Hortar, Hjort A og CP, Hiprtr Brot); ekkert öruggt
dæmi um þetta orð sem mannsnafn í Noregi, en sem viður-
nefni hefur það komið fyrir; nokkur dæmi frá Islandi, það
elzta frá seinni hluta 10. aldar. Tyrfingr (Thoruingus A,
Thoruing CP, Tyrfingr Brot); Lind þekkir ekkert dæmi úr
norskum heimildum um þetta nafn, en á Islandi eru kunnir
nokkrir nafnberar þegar frá landnámstíð.
Að vísu er unnt að nefna fleiri norsk nöfn en íslenzk, en
svo hlýtur það að vera, þar sem nafnastofninn er norskur frá
upphafi. En þessi dæmi nægja til að sýna, að nöfn, er aðeins
hafa norska nafnbera, sanna ekki norskt upphaf kvæðisins;
og á sama hátt sanna nöfn, er einungis hafa íslenzka nafn-
bera, ekki íslenzkan uppruna. Nefna mætti á sama hátt manna-
nöfn, er hafa hvorki norska né íslenzka nafnbera, t. d. Ella
(Elli A og CP, Ella Brot), Dukr (Duk A, Duck CP, Dúkr
Brot), Læsir (Leuy, Lefy A, Leivi, Lewir CP, Læsir Brot),
en þau sanna ekki, að kvæðið sé ort utan Noregs eða Islands.
Þessi aðferð gefur því mjög takmarkaðan árangur, og getur
Seip engan stuðning haft af henni með því að benda á nöfn,
sem koma aðeins fyrir í Noregi. Miklu fremur má vænta ár-
angurs með því að athuga, hvaðan nöfnin eru sótt og hvernig
þau eru notuð, eins og síðar verður drepið á.
Einn veikasti þátturinn í röksemdafærslu Seips fyrir norsku
upphafi Brávallakvæðis er sú ætlun hans, sem fyrr er nefnd,
að Saxo hafi haft ritaða heimild á mállýzku frá suðaustur-
byggðum Noregs; væri þetta sameiginleg heimild Saxos og
Brots. Rök hans eru almenns eðlis. Að vísu eru ekki til nein
rit frá suðausturbyggðum Noregs frá 12. öld, en Seip telur
vafalaust, að bækur hafi verið ritaðar þar á þeim tíma. Túns-