Skírnir - 01.01.1958, Blaðsíða 112
108
Bjarni Guðnason
Skírnir
borg var menningarstöð þessara héraða; þar voru kirkjur og
a. m. k. eitt klaustur á 12. öld. Seip hugsar sér, að kvæðið hafi
helzt verið skrásett í Túnsbergi og síðan borizt þaðan til Dan-
merkur á einn eða annan hátt87.
Eftir mínu viti er þetta óhugsandi. Ber margt til og þá fyrst
og fremst orð Saxos sjálfs: „Historiam belli Suetici Starcath-
erus, qui et eiusdem praelii praecipuum columen erat, primus
Danico digessit eloquio, memoriae magis quam litteris tra-
dito“88 — sem hljóðar þannig í þýðingu J. Olriks: „Om Stri-
den med Sveerne har Starkad, der selv var den ypperste
Kæmpe i Slaget, forst lagt et dansk Kvad, som har levet paa
Folkemunde uden at blive tegnet op89.
Hér segir Saxo skýrum stöfum, að hann hafi stuðzt við
kvæði varðveitt i munnlegri geymd; af því má ráða, að heim-
ildarmaðurinn hafi sagt fram kvæðið eftir minni og Saxo
skráð eftir honum90. Saxo talar um danskt kvæði vafalaust
vegna þess, að fyrir honum er Starkaður danskur, andstætt
íslenzkum heimildum, sem telja hann norskan. Um ritaða
heimild er því alls ekki að ræða. Glundroðinn í varðveizlu
Saxos af kappatalinu — brengluð orð, upplausn í endingum
og afbakanir -— verður aðeins skiljanlegur, ef Saxo hefur
heyrt þetta kvæði af munni fram, eins og hann sjálfur segir,
þótt vitaskuld stafi fjöldi villna frá afriturum. Þá fyrst verð-
ur auðveldara að skýra hjá Saxo afbakanir eins og Blend,
Gandal, Tatar, Windar o. s. frv.
Loks mundi það einstætt, ef Brávallakvæðið hefði komizt
á skrá á 12. öld. A. m. k. er ekki ætlandi, að slíkt kvæði hefði
verið fært í letur á íslandi svo snemma vegna þess, að það
heyrði til þeirrar tegundar bókmennta, sem ekki hafði hlotið
náð fyrir augum hinna skriftlærðu fyrr en á 13. öld. Á 12.
öld er ritlistin nær eingöngu í þjónustu ríkis og kirkju; á
bækur eru sett lög og ákvæði til að styrkja ríkisheildina og
sagnfræðiglepsur, er snerta byggingu þjóðfélagsins; auk þess
guðfræðirit hvers konar til að styrkja hinn nýja sið. En það
er af og frá, að skemmtikvæði, „heiðið“ í anda, sé skrásett,
hvað þá af áróðursmönnum kirkjunnar í Túnsbergi. Þetta