Skírnir - 01.01.1958, Síða 114
110
Bjarni Guðnason
Skírnir
Sú spurning hlýtur því að vakna, hvort kvæðið sé ekki i
raun og veru íslenzkt, eins og Heusler og fleiri ætluðu. Að
minnsta kosti her að rannsaka þann kostinn.
IV.
Það er ljóst, að drepa verður á margt úr ýmsum áttum og
stikla á stóru í stuttri grein, þegar rannsaka skal, hvort Brá-
vallakvæðið sé íslenzkt að uppruna eða eigi. Þessu valda sjálf-
ar heimildirnar. En áður en lengra verður haldið, er nauð-
synlegt að gera sér grein fyrir bragarhætti Brávallakvæðis.
Um hann eru einnig skiptar skoðanir. Allir þeir, sem talið
hafa kappatalið norskt, nema H. Schneider, hugðu, að kappa-
talið og hin sögulega lýsing Brávallabardaga hafi myndað
eitt kvæði, Brávallakvæði, sem speglist í texta Saxos og Brots.
Olrik leggur mikla áherzlu á að sýna hinn breiða stíl Brá-
vallakvæðis sem algera andstöðu hins krappa Eddukvæðastíls;
hann kallar kvæðið hvað eftir annað „enestáende" í norræn-
um bókmenntum96. Viturlegra er að byggja á þekktum stærð-
um en óþekktum. Ég fylgi því hikl'aust þeim Heusler, P. Herr-
mann og H. Schneider, sem afneita tilvist slíks Brávalla-
kvæðis, en tala um Brávallaþulu, sem kappatalið eitt hafi
verið uppistaðan í. Bökin fyrir þessu liggja í augum uppi.
Saxo nefnir um 250 nöfn; það er ógerningur að hugsa sér
þessa upptalningu í Eddukvæði í frásagnar- og samtalsformi
eins og t. d. Hlöðskviðu; slíkt mundi verða hinn mesti óskapn-
aður. Nærri víst má telja, að kappatalið eitt hafi staðið í þulu-
formi í sögu Haralds hilditannar. Eru til fjölmargar forn-
aldarsögur, sem hafa vísur í þuluformi felldar inn í textann.
Höfum við þar hliðstæð dæmi, þótt þau séu ekki jafnrisavaxin.
Ég hef fram að þessu talað um Brávallakvæði, þar sem
Storm, Olrik, Seip og fleiri nota ávallt það orð. En hér eftir
tala ég aðeins um Brávallaþulu; þessi breyting þarf ekki að
valda misskilningi.
En víkjum nú að ytri rökum þess, að Brávallaþula sé ís-
lenzk. Brávallaþula er varðveitt í íslenzku riti á íslenzku máli;
hún heyrir til þeirrar tegundar íslenzkra bókmennta, sem