Skírnir - 01.01.1958, Page 115
Skírnir
Um Brávallaþulu
111
hefur tíðkazt á fslandi að minnsta kosti tæpa öld, áður en
Saxo skrásetti sögur sínar.
Á síðasta tug 19. aldar sendi A. Olrik frá sér hin stórmerku
undirstöðurit mn fomaldarsögur Saxos97. f þeim verkum
greinir hann á milli danskra og norrænna heimilda Saxos.
Olrik fór þá millileið að telja íslendinga heimildarmenn Saxos
að hinum norrænu frásögnum, en sögurnar sjálfar norskar
skipasagnir, er íslendingar hefðu heyrt og numið á siglingu
með fram vesturströnd Noregs98. Ég dvelst stuttlega við niður-
stöður hans, þótt þær séu fyrir flestum úreltar. Helztu rök
hans fyrir norskum heimkynnum vom m. a. þessi: 1) mikil
afvik em milli frásagna Saxos og íslenzkra fornaldarsagna,
2) Saxo nefnir íslendinga sem þátttakendur í atburðum, sem
gerast fyrir íslandsbyggð og 3) fornaldarsögur Saxos sýna
sögur séðar með norskum augum, áhuga á norskum málefn-
um og geyma urmul af norskum staðsögnum99. Þessar rök-
semdafærslur Olriks eru léttvægar, en hafa verið furðu-líf-
seigar og birtast æ við og við. Hvað má ráða af orðum Saxos
sjálfs? Hann fer mörgum og lofsverðum orðum um íslend-
inga: „Ej heller skal de flittige fslændinge glemmes; ti disse
Folk, hvis golde Fodejord ej frister dem til nogen Overdaadig-
hed, spæger sig ved uafbrudt Afholdenhed, tilbringer gerne
hele deres Liv med at fremme Kundskap om andres Daad,
og opvejer deres Armod med aandelig Idræt; det er deres
Glæde at kende alle Folkefærds Id og fortælle den videre, og
de sætter lige saa stor Ære i at omtale andres Dyd og Mand-
dom som i selv at ove sligt. Deres rige Skatte af Sandsagn fra
svundne Tider har jeg flittig raadspurgt; jeg har i en stor
Del af mit Værk lagt deres Fortælling til Grund, og har ingen-
lunde villet kaste Vrag paa slige Hjemmelsmænd, som jeg
vidste var vel forfarne i alie Oldsager100. Einnig nafngreinir
Saxo einn Islending, sem skemmtir með sögum, Arnald Thy-
lensis, sem er vafalítið Arnaldur skáld Þorvaldsson, er orti erfi-
kvæði um Valdemar mikla Knútsson. Það má teljast vægt í sak-
irnar farið, ef Islendingar verða aðeins af orðum Saxos taldir
miðlarar. Hins vegar er ekki, svo að ég viti, minnzt á Norð-
menn og þeirra sagnaauðlegð.