Skírnir - 01.01.1958, Page 116
112
Bjarni GuSnason
Skírnir
Engar fornaldarsögur eru varðveittar á norsku máli, og 01-
rik byggði rannsóknir sínar að verulegu leyti á samanburði
við íslenzkar fornaldarsögur. Það væri kynlegt, ef ekki væri
töluverður munur á frásögnum Saxos og íslenzkra sagna;
veldur því fjölmargt, ekki sizt, að þessar sögur eru skrásettar
að minnsta kosti öld síðar en Saxo ritar bækur sínar, en þess-
ar sagnir eru í stöðugri þróun og háðar smekk tímans. Þó er
það svo, að sumar sögur fara að heita má saman jafnvel í
einstökum smáatriðum, t. d. frásagnirnar af Hrólfi kraka og
Brávallabardaga, sem skiptir sérstaklega máli hér.
Röksemd 2 færir Olrik sér í nyt til að sanna, að Brávalla-
þulan sé ekki íslenzk. Hann segir: „Til at fastsætte digtets
affattelsessted giver kæmperækken ypperlige bidrag. Vi ved
sáledes, at det ikke er blevet til pá Island, ti ingen Islænding
vilde lade sine landsmænd deltage i et slag i forhistorisk
tid“101. Þessa kennisetningu hafa svo S. Bugge, Seip og fleiri
tekið upp til stuðnings í málflutningi sínum um norskt heim-
kynni Brávallaþulu. Finnur Jónsson — sem átti þó erfitt með
að hugsa sér kvæðið norskt — var bergnuminn af þessari rök-
semdafærslu. Hann segir: „Da digtet nævner Islændinger i
slaget er det . . . utænkeligt, at det skulde være forfattet af en
islandsk skjald"102. Þessi afstaða Finns Jónssonar var í sam-
ræmi við skoðun hans á sannfræði íslenzkra fornbókmennta.
En Olrik hefur villzt út á þessa braut, þar sem hann gerði
ekki skýran mun á fornaldarsögum og þeim íslenzkum
sögum, sem nefndar hafa verið sögulegar. Fornaldarsög-
urnar eru alltaf skemmtisögur og eiga ekkert tilkall til sögu-
legs mats.
Ekki sakar að nefna, að í íslenzkri þýðingu af Bretasögum
(Historia regum Britanniae eftir Galfridus Monumentensis),
er samtímamaður Artúrs konungs kallaður Malvasisius kon-
ungur á Islandi, þótt þýðandanum hafi verið fullljós þessi
tímaskekkja. Hefði hann vel getað sleppt þessu, þar sem hann
styttir víða þýðingu sína. Skyldi þýðandi ekki hafa heyrt slíkt
eða séð í sams konar íslenzkum ritum og því ekki hikað við
að láta þetta fljóta með?103 Að vísu er þetta dæmi ekki alger-
lega hliðstætt, þar sem um þýðingu er að ræða, en það sýnir