Skírnir - 01.01.1958, Page 117
Skímir
Um Brávallaþulu
113
a. m. k., að ekki er hægt að byggja á sögulegri árvekni Islend-
inga, allra sízt í þessari tegund bókmennta.
Að minni hyggju er einmitt fólginn verulegur stuðningur
fyrir því, að norrænar heimildir Saxos séu íslenzkar, þegar
minnzt er á Islendinga. Undir þennan lið heyrir einmitt Brá-
vallaþula, sem talar um íslendinga.
Loks er að geta þriðju röksemdar Olriks: að fornaldarsögur
Saxos spegli norskar staðsagnir og byggðasögur. Við þessa rök-
semd studdist Olrik, þegar hann taldi Brávallaþulu orta í
Þelamörk. En rannsóknaraðferð þá, sem hann fékk fram á
þann hátt, er alls ekki hægt að viðurkenna af einföldum
ástæðum; með henni mætti sanna, að engin fornaldarsaga í
íslenzkum bókrun væri íslenzk, þar sem þær gerast allar fyr-
ir íslandsbyggð og minnast ekki á Islendinga. Þær hljóta því
að segja frá m. a. Norðmönnum, ævintýrum og herferðum
þeirra, nefna norsk staðanöfn o. s. frv. Sama er upp á ten-
ingnum hjá Saxo, nema hann nefnir Islendinga þrívegis.
Á þessari alröngu rannsóknaraðferð Olriks byggði B. Ner-
man að verulegu leyti rit sitt: Studier över Svarges hedna lit-
teratur og framfylgdi henni út í æsar. I því riti reynir hann
að sýna fram á, að Svíar hafi átt sögur svipaðar íslenzkum
fornaldarsögum. Nerman bendir á atburði, sem gerast í Sví-
þjóð, Eystra- eða Vestra-Gautlandi, sænsk örnefni eða menn,
sem taldir eru sænskir í sögunum. Segir þá Nerman, að þetta
sé skoðað af sænskum sjónarhól. Af því ályktar Nerman, að
uppruninn sé sænskur, en varðveizlan íslenzk. Niðurstöður
hans eru margar hinar furðulegustu. Áður hef ég minnzt á,
að hann taldi, að gauzkt kvæði hlyti að liggja að baki Brá-
vallaþulu, þar sem orrustan væri háð í Eystra-Gautlandi.
Bósa sögu og Herrauðs, skemmtisögu frá 14. öld, sem er sann-
anlega sett saman úr öðrum íslenzkum fornaldarsögum af
lipurð og frjálslyndi í efnismeðferð, telur Nerman sænska
vegna þess, að atburðir og persónur eru lagðar til Eystra-
Gautlands104. Það eru að heita má engin takmörk fyrir því,
að hvaða fjarstæðukenndum ályktunum má komast með því
að beita þessari aðferð við fornaldarsögurnar. Eitt dæmi:
Skjaldmærin Vébjörg kemur í Brávallabardagann með her
8