Skírnir - 01.01.1958, Side 118
114
Bjarni Guðnason
Skírnir
Gotlendinga, og ganga þeir vel fram. Þar sem hlutur Got-
lands er gerður mikill, má hugsa sér, að gotlenzkt kvæði liggi
að baki Brávallaþulu. Þannig gizkaði O. v. Friesen á105. Rétt
er að taka fram, að skoðanir B. Nermans um sænskar forn-
aldarsögur í líkingu við þær íslenzku, hafa ekki hlotið al-
menna viðurkenningu.
Skoðanir Olriks á heimildum Saxos hafa því sætt mikilli
gagnrýni einkum af fræðimönnunum A. Heusler, W. Ranisch,
G. Neckels, P. Herrmann og loks af H. Schneider, sem orðar
þetta þannig: „All das, was fiir Olrik norwegisch war, ist fur
uns islándisch, und noch vieles mehr“106.
Sumir vísindamenn hafa reynt að halda í þessa skoðun 01-
riks um norskar fomaldarsögur Saxos. Er K. Liestöl helzti for-
svarsmaðurinn; reynir hann að færa fram ný rök fyrir þess-
ari kenningu og bendir m. a. á norska dansa með fornaldar-
sagnaefni107. En það hefur komið í ljós, að frásögnin í þess-
um dönsum fylgir íslenzkum fornaldarsögum að miklu leyti
— þegar samanburði verður við komið — og allt bendir til
þess, að íslenzka fornaldarsagan sé heimildin. Um hitt munu
flestir sammála, að í Noregi sem annars staðar á Norðurlönd-
um hafi verið til vikingasögur og afrekssögur hvers konar,
sem sumar hverjar hafa borizt til Islands og þróazt þar.
Spurningin er aðeins þessi: Hafa þessar norsku sögur náð
slíku þróunarstigi sem sögur Saxos og íslenzku sögurnar sýna?
Enn sem komið er, hefur ekki tekizt að færa neinar sönnur
á það.
Niðurstaðan verður því sú, að allt bendir til þess, að nor-
rænar heimildir Saxos séu íslenzkar fornaldarsögur; eru þá
sköpuð líkindi til þess, að Brávallaþulan sé fremur íslenzk en
norsk. Liggur þá næst fyrir að athuga íslenzkar fomaldar-
sögur og aðgæta, hvort uppmna Brávallaþulu megi skýra
með þeirri bókmenntagrein eða yfirleitt íslenzkri bókmennta-
starfsemi 12. aldar.
Um upphaf og þróun fornaldarsagna er margt á huldu og
umdeilt, enda hefur því torvelda efni aldrei verið gerð vemleg
skil. Af Saxo og reyndar öðmm gögnum er ljóst, að þegar í lok
12. aldar hafa fornaldarsögurnar verið búnar að ná miklum ef