Skírnir - 01.01.1958, Side 119
Skímir
Um Brávallaþulu
115
ekki fullum þroska frá listrænu sjónarmiði. Einn gleggsti og
merkilegasti vitnisburðurinn um tilurð margra fornaldar-
sagna stendur í Þorgils sögu og Hafliða, sem er í Sturlungu-
safninu. Um aldur sögunnar eru skiptar skoðanir; vilja sum-
ir telja hana frá 12. öld, en aðrir yngri108. Jafnvel þótt sagan
sé ekki samtímaheimild og rituð löngu síðar, þá hefur hún
þrátt fyrir það verulegt bókmenntasögulegt gildi. 1 sögunni
segir frá brúðkaupsveizlu árið 1119 á Reykhólum á Vest-
fjörðum. Var þar glaumur og gleði, dans, glímur og sagna-
skemmtan. Hrólfur bóndi af Skálmarnesi sagði sögu frá Hröng-
viði víkingi og Ölafi liðsmannakonungi, haugbroti Þráins ber-
serks og Hrómundi Gripssyni og margar vísur með. Þessa
sögu hafði Hrólfur sjálfur sett saman. Ingimundur prestur
sagði sögu Orms Barreyjarskálds og vísur margar og orti flokk
við enda sögunnar109.
Sagan af Ormi Barreyjarskáldi er glötuð og reyndar óvíst,
hvort hún hafi nokkum tíma verið skrifuð, en Snorri Sturlu-
son vitnar til hans í Eddu. Sagan af Hrómundi Gripssyni á
sér merkilegri feril. í þessari sömu heimild, Þorgils sögu og
Hafliða, segir, að Sverrir konungur hafi heyrt þessa sögu og
þótt slíkar lygisögur skemmtilegastar. Hefur því sennilega
íslenzkur sögumaður skemmt konungi með sögunni um 1200.
Síðan var sagan rituð niður á íslandi um 1300, ef að líkum
lætur. Hún glataðist, en eftir henni voru ortar rímur, þ. e.
endursögn í bundnu máh. I þeim em ennþá þeir atburðir, er
frásögnin af Reykhólaveizlunni greinir frá, og nefndir þeir
Ólafur liðsmannakonungur, Hröngviður víkingur og Hró-
mundur, sem m. a. brýzt í haug Þráins berserks til að sækja
gull og gersemar. Allir þessir höfuðþættir hafa því varðveitzt.
Hér höfum við dæmi mn ákveðna höfunda, er semja sjálf-
ir sögur og byggja á gömlum sagnaminnum og sögum, ævin-
týrum og eigin skáldskap. Inn í sögur sínar yrkja þeir kvæði
úr lífi hetjanna. Þessi kvæði eru í einföldum bragarháttum,
eins og varðveittar fomaldarsögur bera vitni um, því að mönn-
um var ljóst, að þeir vom gamlir og hæfðu því þeim tíma,
er atburðimir gerðust. Eddukvæðin hafa verið tekin sem fyrir-
mynd. Vísumar eða kvæðin vom lögð í munn söguhetjunnar