Skírnir - 01.01.1958, Blaðsíða 121
Skírnir
Um Brávallaþulu
117
telja upp og leiða saman kappa þá, er tóku þátt í bardag-
anum. Það var einmitt lokkandi yrkisefni fyrir skáldmæltan
sagnamann að þylja upp í þuluformi, ævagömlum bragar-
hætti, allar þessar hetjur.
Skáldið leggur Starkaði þuluna á munn hjá Saxo; svo hef-
ur að öllum líkindum einnig verið í Broti, eins og greina má
af orðunum „ ... sem Storkuðr in(n) gamli segir“112. Kemur
þetta vel heim við Skáldatal, sem geymir skrá yfir íslenzk
skáld og varðveitt er í tveim handritum, öðru frá 1270 (aðal-
handriti Heimskringlu) og hinu frá 1300 (Uppsala-Eddu).
1 því segir: „Starkaðr hinn gamli var skáld. Hans kvæði eru
fornust þeirra er menn kunnu nú. Hann orti um Dana kon-
unga“113.
Allt þetta kemur heim við þá myndun íslenzkra fornaldar-
sagna, sem að framan er lýst: að ortar séu nýjar vísur eða
kvæði með óbrotnum bragarháttum inn í gamla sagnabálka
og ort eru í orðastað sögupersónanna. Og frá íslenzku sjónar-
miði var vart hægt að velja heppilegra skáld en Starkað gamla
til að yrkja þessa þulu, sem átti að vera forsöguleg.
Hin ytri rök sýna þannig, að Brávallaþulan virðist — frá
bókmenntalegu sjónarmiði — vera íslenzk, ef nauðsynlegt er
að orða þetta af svo mikilli varfærni. En hvað segja hin innri
rök? Með innri rökum á ég við, hvað þulan sjálf gefur til
kynna. Eftir minni hyggju veita þau fullnægjandi svar.
Eins og fyrr er getið, eru Islendingar nefndir í kappatali
Saxos bæði sem skáld Haralds hilditannar og Sigurðar hrings.
Saxo segir svo: „Cui adiciuntur necessarii Haraldi Blend, ul-
timæ Tyles incola, ac Brand Micæ cognomen habens; iisdem
sociantur Torvy cum Torvingo, Tetar atque Hialto“114. Hér
telur Saxo aðeins Blend frá Islandi, en víst má telja, að allir
þessir menn hafi talizt þaðan, eins og A. Olrik og fleiri hafa
ætlað115. Texti Saxos er hér brenglaður sem víða, t. d. nafnið
Blend (Blæingr, Blængr). Til samanburðar má hafa orð
Brots: Brandr, Blongr, Teitr, Tyrvingr, Hialti; þeir voru
skalld Harallz konungs ok kappar“116.
Ógerlegt er að segja með vissu, við hvaða íslenzk skáld er