Skírnir - 01.01.1958, Side 122
118
Bjarni Guðnason
Skírnir
átt; nöfn eins og Teitr og Tyrfingr geta vel leitt hugann að
Mosfellingaætt, eins og Storm hugði117, en það er óvíst, og
skiptir í þessu sambandi litlu máli.
öðru máli gegnir um skáld Sigurðar hrings. Saxo segir:
„A Tyle autem venere Mar Rufus, eo videlicet pago, qui Mith-
firthi dicitur, ortus educatusque, Grombar annosus, Grani
Brundolicus, Grim ex oppido Skerium apud Scaha Fyrthi qui-
dem provinciam satus; deinde Berhgar vates advertitur; cui
Brahi et Rafnkil comites adhibentur“11S. Þessa klausu vantar
algerlega í Brot, og höfum við því engin nöfn til samanburð-
ar. I A stendur „Gram Brundelucus“, en í CP „Gram Brun-
lund“. Hér er margt að athuga.
I fyrrnefndu Skáldatali eru nefndir meðal skálda Haralds
harðráða Grani skáld og Illugi Bryndælaskáld. Storm kom
fram með þá tilgátu, að Saxo hefði slengt saman þessxun
tveim skáldum í eitt119. Þessi skýring er almennt viðurkennd,
enda auðskilið, að Grani og Gram geti víxlazt á, þar sem
ruglingur á ni og m er almennt fyrirbæri í handritum; svip-
aðs eðlis er t. d. Sigtim (A og CP) fyrir Sigtún(ir). En þar
með höfum við fengið tvær sögulegar persónur frá 11. öld.
Storm bendir einnig á, að „Brahi“ sé sennilega Bragi Bodda-
son og „Glombar annosus“ Glúmr skáld Geirason, enda er
það varla tilviljun ein, að nöfnin „Brahi“ og „Rafnkil“ eru
nefnd í sömu andránni, þar sem Bragi skáld ávarpar Hrafn-
ketil nokkurn í Ragnarsdrápu sinni, elzta varðveitta drótt-
kvæðinu frá 9. öld. Ég mun ekki rekja fleiri tilgátur til að
benda á ákveðnar sögulegar fyrirmyndir fyrir skáldunum í
þulunni, enda ríkja mjög skiptar skoðanir um gildi þeirra.
íslenzku örnefnin, sem koma fyrir hjá Saxo, eru enn at-
hyglisverðari og mynda traustan grundvöll til ályktana.
Nefndar eru sveitirnar Skagafjörður (Scaha Fyrchi A), Mið-
fjörður (Mithfrithi A) og Brynjudalur (í viðurnefninu Brun-
delucus A, Brunlund CP) og bærinn Sker (Skierum A, Skeer-
um CP). Nú má spyrja: Er kleift að telja, að norskt skáld
hafi nafngreint Islendinga sem þátttakendur í Brávallabar-
daga? Varla er ætlandi, að Islendingar hafi verið taldir þess
umkomnir að skipta máli í stórorrustum — nema í þeirra eigin