Skírnir - 01.01.1958, Side 123
Skírnir
Um Brávallaþulu
119
frásögnum. Má það hugsast, að norskt skáld hafi hugmynd
um lítt kunn íslenzk ömefni? Mundi norskt skáld eingöngu
telja upp íslenzk skáld sem fulltrúa íslendinga í Brávalla-
bardaga? Þessu verður að svara neitandi. Það er fásinna að
neita hlutdeild Islendinga í Brávallaþulu með öllu eins og
t. d. Olrik og Seip. Það má reyna þá leið, sem S. Larsen og
Jan de Vries velja, að ætla þuluna að öllum líkindum norska,
en þessar upptalningar íslenzkra manna og íslenzkra örnefna
innskot Islendinga sennilega frá 12. öld. Ástæðuna telur Lar-
sen íslenzka ættjarðarást; Islendingar vildu sjálfir hafa tekið
þátt í þessari frægustu orrustu Norðurálfu. Larsen bendir og á,
að í Broti em íslendingar ekki nefndir sem þátttakendur120.
Þótt Islendingar séu ekki nefndir i Broti, er það ekki sönn-
un þess, að þeir séu ekki upphaflegir í kvæðinu, vegna þess
að i Brot vantar fjölmargar nafnaraðir, sem standa hjá Saxo,
enda er Brot í handriti, sem er skrifað heilli öld síðar en Saxo.
Þó er það sennilega ekki hendingin ein, að einmitt þessar
nafnaraðir skuli vanta í Brot. Sennilegasta skýringin er sú,
að þulan var talin skemmtikvæði í upphafi — eins og bent
verður á síðar — en hún var orðin söguleg, þegar hún var
skrásett löngu seinna. Því hurfu af þulunni fyrrgreind ættar-
mót.
Ég játa, að það er fræðilegur möguleiki að tala um Brá-
vallaþuluna sem norska og íslenzka, eins og S. Larsen vill, en
er rétt að búta þuluna sundur á þann hátt? Fyrst verður að
sanna, að hinn „norski hluti“ þulunnar sé í raun og veru
norskur, — en það er ekki hægt. Að minni hyggju er eðli-
legast að líta á kvæðið sem eina heild og islenzkt að uppruna.
Hér vil ég vekja athygli á einu höfuðatriði. Ef S. Larsen hef-
ur rétt fyrir sér í því að ætla, að ömefnin sanni íslenzka gerð
þulunnar hjá Saxo — en það hygg ég ómótmælanlegt —- þá
leiðir það af sér, að þulan hefur verið í íslenzkri mynd með
íslenzkum nafnaformum; og þar með falla burt þær sann-
anir, sem menn vilja sjá í mállegum leifum þulunnar hjá
Saxo fyrir norskum uppmna.
Það er athyglisvert, að bæjamafnið Sker skuli koma fyrir
hjá Saxo: „Grim ex oppido Skerium apud Scaha Fyrthi“.