Skírnir - 01.01.1958, Page 124
120
Bjarni Guðnason
Skírnir
Saxo telur bæinn hjá eða í Skagafirði, en á þeim slóðum er
enginn hær til með því nafni. Er þessi staðsetning líklega af-
bökun hjá Saxo eins og svo margt annað í þulunni.
Finnur Jónsson nefnir aðeins eitt Sker í „Bæjanöfnum á Is-
landi“ og 6 nöfn, er hafa -sker sem nafnalið. Nafnið Sker
og tvö önnur með -sker sem nafnalið (Hvalsker og Selsker)
eru í Barðastrandarsýslu á Vestfjörðum. Hin hæjanöfnin deil-
ast landfræðilega þannig: tvö í A.-Skaftafellssýslu (Miðsker,
Tvísker), eitt í Gullbringusýslu og Kjósarsýslu (Býjasker) og
eitt í S.-Þingeyjarsýslu (Þernusker)121.
Eins og ég hef minnzt á hér á undan, eru til skilmerki-
legar frásagnir um sagnaauð og fornaldarsagnir frá Beykhól-
um á Barðaströnd 1119. En það er sennilega eingöngu hend-
ing, að eina bæjarnafnið Sker á Islandi skuli koma fyrir í
sömu sýslu og Beykhólar. Auðvitað er það hugsanlegt, að
þulan sé einmitt ort á þessum slóðum, en gera verður ráð
fyrir, að fornaldarsögur hafi verið sagðar með líkum hætti
um mest allt Island. En engu að síður er þetta skemmtileg
tilviljun.
I kappatalinu koma fyrir nokkur söguleg nöfn, en megin-
hlutinn er hálfsöguleg nöfn úr heimi sagna forsögutímans.
G. Storm og Olrik hafa bent á, að kappatalið úr Svoldarorrustu
sé að öllum líkindum bein fyrirmynd kappatals Brávalla-
bardaga. I Svoldarorrustu varðist Ólafur Tryggvason gegn ofur-
efli liðs á Orminum langa gegn Svíum og Dönum. I þessu
kappatali eru taldir upp 43 menn, er féllu með Ólafi, og er
það varðveitt í Ólafs sögu Odds munks og hjá Snorra í breyttu
formi122. Flestir kappanna eru nefndir með föðumafni eða
auknefni nema hvort tveggja sé og oftlega, hvaðan þeir em
sprottnir. Hér höfum við langa nafnaröð, sem er byggð upp
eins og kappatal Brávallabardaga, og hefur sennilega einnig
verið í þuluformi í upphafi. Jafnvel virðast ömgg dæmi uni
sömu nöfn í báðum þulunum, þótt þau séu afarfá. I Heims-
kringlu segir, að Sigvaldi jarl aðstoði Svía og Dani í Svoldar-
ormstu með 11 skipum123, og hjá Saxo og í Broti kemur Sig-
valdi nokkur með 11 skip til stuðnings Sigurði hring124. I
Svoldarorrustu em nefndir þeir Erlingr Skjálgsson á Sóla frá