Skírnir - 01.01.1958, Síða 125
Skírnir
Um Brávallaþulu
121
Jaðri og Eyvindr snákr; í Broti er nefndur Erlingr snákr af
Jaðri (Erling orm CP og Erlingar colubra A). Fleiri dæmi
mætti nefna, en þessi tvö nægja til að sýna öruggan skyld-
leika, hvernig svo sem menn vilja telja honum farið. Eins og
nærri má geta, taldi Olrik þulu Svoldarorrustu norska og því
merkan þátt í tilraunum hans að sanna norsk heimkynni Brá-
vallaþulu. En þetta er að minni hyggju vafasamt; nöfnin eru
úr norskri atburða- og afrekssögu, en nafnasöfnun og þulu-
sniðið verk íslenzkrar fræðistefnu. En auðvitað getur Brávalla-
þula verið íslenzk, þótt þula Svoldarorrustu sé norsk.
Hin fjölmörgu hálfsögulegu nöfn í kappatali Brávallaþulu
sýna glögglega, hvers eðlis hún er og í hvaða menningarum-
hverfi hún er vaxin. Skal nú gerð grein fyrir því og talin
fyrst upp nöfn úr fornaldarsögum. Bétt er að taka fram, að
Olrik, Bugge og Heusler hafa áður dregið saman meginið af
þessum nöfnum. Ifjá þeim má líka finna nöfn, sem ég hef
ekki tekið með.
tJr Skjöldungasögum er talinn sægur kappa bæði Skjöld-
ungar sjálfir og hetjur bundnar þeim, enda töldust Haraldur
og Hringur til þeirrar ættar. Má nefna Starkað gamla, Ubba
fríska, Bjarka, Hjalta, Beigað, Ála frækna, Saxa flétti, Gand-
álfs syni, Agnar og Ellu. Hér má bæta við t. d. nafninu Her-
leifi, sem ég hef áður drepið á; elzta dæmið í Noregi um
nafnið er frá 1300 og ekkert dæmi frá Islandi um sögulegan
nafnbera. 1 Skjöldunga sögu (í ágripi Arngríms Jónssonar)
kemur tvívegis fyrir nafnið Herleifr.
Frá Ynglingasögum eru teknir Aðils ofláti frá Uppsölum
(Saxo: Alf elatus e vico Upsala), Yngvi og Álfr Alrekssynir;
úr sögum af Örvar-Oddi og Arngrímssonum eru nöfnin Oddr
víðförli, Búi Bramuson, Barri, Tóki og Tyrfingr; úr Húna-
bardaga Humli; íir sögum af Hálfi og Hálfsrekkum: Hálfr,
Styrr sterki, Steinn og Hrókr svarti. — Miklu fleiri samlík-
ingar mætti telja upp, en þær yrðu þó vafa bundnar. Þessar
virðast öruggar.
Ur konungasögum má nefna Haka frá Haðalandi, sem mið-
ar að Haka Haðaberserk125. Þilirnir Haddr harði og Hróaldr
tá samsvara Haddi harða og Hróaldi hrygg í Hafursfjarðar-