Skírnir - 01.01.1958, Síða 126
122
Bjarm Guðnason
Skírnir
orrustu216. Þórir mærski má vera sami og Þórir Rögnvaldsson
Mærajarls127. tlr Jómsvíkingasögum skal nefna Pálna-Tóka
(Tóki frá Jómi), Sigvalda jarl, Áka fjónska og Búa.
í þulum Snorra-Eddu eru nefndir m. a. sækonungar; þar
eru nokkur nöfn, er koma heim við kappatalið: Beimuni, End-
ill, Sölvi, Leifi, Byrvill, Yngvi, Nóri, Húnn, Hálfr, Haki og
Högni128. Nöfnin Beimuni og Byrvill —- sem eru einungis
nefnd hjá Saxo — þekkjast aðeins af þessum þulum. Hins
vegar er alveg óljóst, hvaðan nöfn eins og Brái, Milva og Sæ-
kálfr eru tekin í Broti. Þau eru alveg einstök, og engar þulur
eða fornaldarsögur varðveita þau. Af öllum þessum nöfnum
má draga ýmsar ályktanir.
Höfundur Brávallaþulu stendur að nokkru leyti föstum fót-
um í íslenzkri fornfræðistarfsemi 12. aldar. Eitt höfuðeinkenni
þessarar hreyfingar er söfnunarástríðan, sem sést m. a. í sum-
um handritum Snodda-Eddu, þar sem geymdar eru saman-
lagt 170 vísur í þuluformi með 2600 heitum129. Þessarar orða-
söfnunar og orðahungurs sér víða stað í goðakvæðum Eddu,
t. d. í dvergatali Völuspár, og jafnvel heil Eddukvæði geta
byggzt á þessu t. d. Alvíssmál — þótt ekki sé minnzt á sjálfa
Snorra-Eddu, sem er sígilt höfuðverk þessarar iðju.
1 anda þessarar stefnu vinnur höfundurinn: dregur að og
safnar nöfnum úr ýmsum áttum: úr sagnabálkum og kvæð-
um og raðar saman í þulu. Að þessu leyti fellur Brávallaþula
inn í drottnandi stefnu íslenzkra bókmennta eða fræðimennsku
12. aldar. En sagan er ekki nema hálfsögð. Þulan er einnig í
fullkominni andstöðu við sannfræðikröfur Ara fróða, sem eru
taldar einkenna innlendar bókmenntir þessarar aldar. Höfund-
urinn fylgir engum sagnfræðilögmálum, heldur þvert á móti
virðist hann kosta kapps um að brjóta þau. Að vísu er erfitt
að tala um sannfræði í sambandi við hetjusagnir eða víkinga-
sagnir, en persónur þeirra eru þó oftast bundnar vissum stöð-
um, ættum eða sagnahópum. Höfundurinn bregður sér á leik
og stefnir öllum helztu köppum Norðurálfu til orrustu. En á
þann hátt rýfur hann takmörk sagnahópanna og skeytir hvorki
um stað né stund. Honum er fullljóst, að Starkaður, Bjarki,
Jómsvikingar o. s. frv. hafa aldrei harizt á Brávöllum. Hann