Skírnir - 01.01.1958, Page 127
Skírnir
Um Brnvallaþulu
123
veit einnig fullvel, að Starkaður og Ubbi, aðalhetjurnar í
skáldskap hans, hafa aldrei mætzt í návígi eða Starkaður
hefur aldrei drepið Ellu, andstæðing Ragnars loðbrókar;
Norðmenn berjast gegn Norðmönnum, fslendingar gegn fs-
lendingum, Bragi Boddason talinn íslendingur o. s. frv. Skáld-
ið fer hamförum í gamanleik sinum og brýtur um leið öll
hugsanleg sagnfræðilögmál.
Vettvangur þulunnar er varla meðal hermanna í liði Har-
alds harðráða á leið til orrustu; miklu sennilegra er, að þulan
sé ort til skemmtunar í mannfagnaði í líkingu við veizluna á
Reykhólum. Skemmtunin er fólgin í því að velta við svo al-
kunnum staðreyndum, að viðstaddir hafa ekki hneykslazt,
heldur brosað í kampinn. Heusler hitti naglann á höfuðið,
þegar hann kallaði Brávallaþulu „eine Phantasie þula“130.
Brávallaþula er alþýðukveðskapur, sem hefur ekkert skáld-
skapargildi. Verðleikar hennar frá bókmenntalegu sjónarmiði
liggja fyrst og fremst í því að vera eina varðveitta sýnishomið
i íslenzkum bókmenntum um uppreisn eða andspyrnu gegn
vísindastefnu 12. aldar. Einmitt af þessari ástæðu er sann-
fræði Brávallaþulu svo himinhrópandi óraunveruleg. í stuttu
máli má einkenna Brávallaþulu með því að segja, að hún sé
sameining tveggja þátta: lærdóms og leikaraskapar, sem krefst
sérstaks umhverfis, en slíkt umhverfi var einmitt á ofan-
verðum miðöldum á íslandi, landi þulna, fornaldarsagna og
konungasagna131.
Ekki treysti ég mér að árfæra þuluna nákvæmlega á sama
hátt og S. Bugge og Olrik. Það er fjarstæðukennt að ætla þul-
una frá því um 900 eins og S. Larsen. Ég get aðeins bent á al-
menn rök fyrir aldri þulunnar. Gáskinn, ósvífnin og skemmt-
unin bendir allt til mjög ungs tíma að öllum líkindum til
12. aldar, en hvenær á öldinni er óvíst, þó áður en íslend-
ingur nokkur flutti Saxo þuluna og hann skráði hana sem
söguleg sannindi, minnisvarða frá hetjutímanum.