Skírnir - 01.01.1958, Page 133
INGVALD TORVIK:
MÁLÞRÓUNIN í NOREGI.
Ef þið ferðizt með járnbraut í Noregi, rekið þið ef til vill
augun í eftirfarandi áletranir í jámbrautarvögnunum: „Ro-
kere“ og „Roykjarar11, sem hvort tveggja þýðir „reykinga-
menn“. Þessar mismuandi myndir gefa það til kynna, að í
landinu séu töluð tvö tungumál. Hér er um tvö tungumál að
ræða, sem viðurkennd eru af hinu opinbera, er heita Rokmál
(bókmálið) og Nynorsk (nýnorska), og em ákveðnar reglur
um noktun þeirra. (Raunar eru tvö önnur mál töluð í Noregi,
lappneska, sem töluð er af um það bil 15.000 norskum rikis-
borgumm, í norðurhémðum landsins, og finnska, er nokkrar
þúsundir Norðmanna tala.)
Margir útlendingar, sem undrast þetta, eiga erfitt með að
skilja, hvers vegna þjóð, sem telur aðeins rúmar þrjár millj-
ónir, skuli hafa fleira en eitt opinbert tungumál. Það er ekki
hægt að varpa ljósi á allar hliðar þessa máls í stuttu máli
sem þessu. Þetta er aðeins ætlað sem yfirlit, þannig að þeir,
sem engin eða nær engin deili vita á ástandinu í tungumál-
um í Noregi, mega átta sig dálítið á því.
Ég hefi einkum reynt að taka til meðferðar þróun mála síð-
ustu hundrað árin. Einnig hefir reynzt nauðsynlegt að segja
dálítið um söguatburði fyrri alda, þar eð náin tengsl em á
milli sögu landsins og málþróunarinnar.
Málið í Noregi er af germönskum uppmna. Á víkingaöld-
inni (700—1050) var norræn tunga töluð i Noregi, og á út-
þenslutímabili víkinganna náði hún frekari útbreiðslu. Eftir
800 e. Kr. er norræna töluð á Orkneyjum, Shetlandseyjmn og
á stórum svæðum um norðanvert Skotland, á frlandi aust-
anverðu og á eynni Mön og Norður- og Vestur-Englandi.
Upp úr 850 e. Kr. tóku norrænir menn að nema land í Fær-
9