Skírnir - 01.01.1958, Blaðsíða 134
130
Ingvald Torvik
Skírnir
eyjum, og litlu síðar á þeirri öld sigldu þeir til Islands og
Grænlands. Til allra þessara landa báru þeir norska tungu.
Norræna tólftu og þrettándu aldarinnar er auðug að bók-
menntum. Á þessum tíma eru dróttkvæðin, Eddukvæðin (höf-
undar ókunnir) og íslendingasögurnar færð í letur, einnig
lögbækur. Fræg bók, Konungs-skuggsjá, er einnig frá 13. öld.
Við vitum með vissu, að hún var rituð af Norðmanni, en
íslendingasögurnar aftur á móti skráðar af Islendingum.
Af þessum og öðrum heimildum getum við kynnt okkur
mál þessa tímabils.
Hin foma norræna og málið á Islandi greindust nokkuð
á þessum öldum, en munurinn er svo lítill, að í þessu yfirliti
getum við litið á þau sem eitt og sama málið.
Norrænan var mál, sem var auðugt af orðmyndum. Nafn-
orð höfðu þrjú kyn og fjögur föll (nefnifall, þolfall, þágufall
og eignarfall). Þannig voru, að meðtöldum ákveðnum og
óákveðnum myndum í eintölu og fleirtölu, sextán mögulegar
myndir nafnorða, nema í þeim tilfellum, er tvö eða fleiri föll
höfðu sömu mynd.
Fornöfn beygðust í kynjum, tölum og föllum. Sagnir beygð-
ust í nútíð og þátíð og höfðu þannig margar mismunandi mynd-
ir í hvorri þessara tíða fyrir sig. Lýsingarorð höfðu líka flókna
beygingu miðað við nútímamálið. Þau beygðust í kynjum,
tölum og föllum og höfðu auk þess sterkar og veikar myndir.
Frá því um 800 e. Kr. sjáum við, að norræn tunga þróast
heima fyrir í Svíþjóð, Danmörku og Noregi, og nm 1300 e. Kr.
er munurinn orðinn skýrt markaður. Á þessu tímabili má
einnig greina mállýzkumismun i ritmálinu.
Það er mikilvægt fyrir þróun málsins í Noregi, að tvisvar
er skipt um höfuðborg landsins á þessu tímabili. Niðarós —
nú Trondheim — var upphaflega höfuðborg og miðstöð í
trúarlegu tilliti. Meðan svo var, setti málið í Þrændalögum
(héraðinu umhverfis Niðarós) svip sinn á bókmálið. Síðar
færðist höfuðborgin til Björgvinjar, og mállýzkumar vestan-
fjalls áttu sinn þátt í þróun ritmálsins.
Eftir 1300 var Ósló sá bær, er konungurinn bjó oftast í, og
Ósló varð þannig aðsetursstaður ríkisstjórnarinnar, og þar af