Skírnir - 01.01.1958, Page 135
Skímir
Málþróunin í Noregi
131
leiddi, að mál þeirra tíma varð fyrir áhrifum af mállýzkunum
austanfjalls. Margar ritaðar heimildir frá því um og eftir
1300 bera greinileg einkenni mállýzknanna austanfjalls.
Danska verður ritmál í Noregi.
Á 15. og 16. öld réðust örlög norskunnar um aldaraðir. Um
1600 var hin ritaða mynd hennar með öllu úr sögunni, og
hún var aðeins til sem talað mál, aðallega í sveitunum.
Ástæðnanna til þessa ber að leita í stjórnmálaþróuninni í
landinu.
Árið 1319 sameinaðist Noregur Svíþjóð, og upp frá því má
merkja sterk sænsk áhrif á málið. Af ýmiss konar bréfum frá
þeim tíma — því að ekki er um neinar bókmenntir að ræða
á síðari hluta 14. aldar, sem nokkurs virði geta talizt — getum
við rakið síaukin sænsk áhrif, er ná hámarki sínu á fyrri
hluta 15. aldar. Það var margt, sem henti til þess, að sænska
yrði að ritmáli, en örlögin áttu eftir að haga því öðruvísi.
Árið 1380 stofnuðu Noregur og Danmörk með sér ríkja-
samband. Af efnahagslegum ástæðum var Noregur sá aðilinn,
sem miklu veikari var. 1 raun og sannleika var hann lítið
meira en skattland Danmerkur. Áhrifa danskrar tungu tók
brátt að gæta, og þau boluðu fljótt burt hinum sænsku áhrif-
um, er tímar liðu fram. Sífellt fleiri konungstilskipanir voru
gefnar út á dönsku. Hámarki sínu náði þetta 1450, þegar lög-
in um sameiningu ríkjanna voru samin og birt á dönsku.
Eftir þetta voru öll konungsboð og tilskipanir birt á dönsku.
Danskan var orðin að ríkismáli.
Mörg atvik á þeim tíma gerðu danskri tungu kleift að ná
sterkri fótfestu í Noregi. Danmörk fékk fyrstu prentsmiðju
sína 1480, en það var ekki fyrr en 150 árum síðar, að slík
blessun hlotnaðist Noregi. öll þessi ár átti Noregur til Dan-
merkur að sækja um lesefni, og það var einmitt á þessum
tíma, að hinar auðugu bókmenntir siðbótarinnar breiddust út.
Danir voru skipaðir í stöður hjá norska ríkinu og kirkjunni,
og þeir notuðu sitt eigið mál við rækslu allra skyldustarfa
smna.