Skírnir - 01.01.1958, Side 136
132
Ingvald Torvik
Skírnir
Það skal einnig fram tekið, að á þessu tímabili urðu breyt-
ingar á norsku málýzkunum sjálfum (einkum suð-austur-
mállýzkunum), breytingar, sem nálguðust eða féllu saman
yið málþróunina í Danmörku — atvik, er gerði dönskunni
hægara með að styrkja stöðu sína í Noregi.
Á 16. öld voru hin fomnorrænu lög endursamin á dönsku.
Síðustu lögin voru þýdd um 1600, og við getum því litið svo
á, að er hér var komið, hafi danska verið orðin í reyndinni
hið opinbera tungumál í Noregi.
Danska tímabilið (1600—1814).
Vart verður sagt, að Noregur hafi verið á „öldutoppinum“
á hinu danska tímabili. Honum vegnaði fremur illa, bæði í
efnahagslegu og andlegu tilliti. Hann átti engan háskóla —
hann kom fyrst 1811. Norðmenn, er vildu stunda nám, urðu
að gera það erlendis, og flestir þeirra héldu til Kaupmanna-
hafnar, höfuðborgar Danmerkur. Fáir norskir rithöfundar
voru uppi á þessu tímabili, og þeir fáu, er fyrirfundust, rit-
uðu á dönsku með einstaka orðum eða orðtökum úr norsku.
Til er þó nokkuð af ljóðum á mállýzkum ýmissa landshluta.
1 þeim verður vart töluverðrar þjóðemiskenndar, en sú kennd
kemur æ gleggra í ljós í verkum þeirra norsku rithöfunda,
er á dönsku skrifuðu.
Það er einkum á seinni hluta 18. aldar, að við tökum eftir
þessari síauknu þjóðemishvatningu. Norskir námsmenn stofn-
uðu Noregsfélag í Kaupmannahöfn. Það dró til sín marga rit-
höfunda, er þar bjuggu, og smám saman tóku hugmyndir
um sjálfstæðan Noreg að skýrast. Kunnur norskur höfundur,
Johan Nordahl Bmn, er síðar varð biskup i Björgvin, orti norskt
ættjarðarljóð, þar sem hann segir, að „einn dag vakni þeir,
brjóti af sér hlekki, viðjar og vald“. Þetta ljóð lét í ljós svo
byltingarkenndar tilfinningar, að Norðmenn þorðu ekki að
birta það fyrr en eftir 1814.
1 lok þessa tímabils hafði efnahagsástand í Noregi batnað
mjög, og þetta gaf mönnum tilefni til að halda, að sjálfstæði
væri loksins skammt undan landi.