Skírnir - 01.01.1958, Síða 137
Skírnir
Málþróunin í Noregi
133
Vísir að norskri tungu.
Árið 1814 rofnaði sambandið milli Danmerkur og Noregs.
Noregur fékk eigin stjórnarskrá og með henni sjálfstæði. Ekki
leið á löngu, þar til fram komu kröfur um sann-norska tungu,
og raunar höfðu einstakar raddir heyrzt um það þegar fyrir
1814. Þeir voru margir, er fannst dönsk yfirráð hafa verið
sársaukafull niðurlæging og að danskan hefði verið „brenni-
merkt á enni þjóðarinnar og væri stöðug áminning um nið-
urlæging þjóðarinnar“, eins og einn rithöfundur orðaði það.
Landið hafði nú sjálfstæði, það hafði eigin stjórnarskrá; það
var því í fyllsta máta eðlilegt, að það hefði sína eigin tungu.
1 raun og veru væri innlent mál aðalsmerki sjálfstæðrar þjóð-
ar. Það var álitin skömm, að hafa erlenda tungu í frjálsu landi.
Einnig var þetta óþægilegt, félagslega séð, eins og aðrir sýndu
fram á. Börn víðs vegar í landinu áttu mjög erfitt með að
skilja og læra dönsku.
Á fjórða og fimmta tug aldarinnar, sem leið, varð spurn-
ingin um það, hvemig hægt væri að skapa norska tungu, að
brennandi hitamáli. Ein leið að þessu marki gat verið sú að
færa dönskuna, er þegar var í notkun, í norskan búning.
Dönsk orð gætu vikið fyrir orðum, er voru sérkennandi fyrir
norskuna (t. d. danska orðið vandfald, — norska foss); dansk-
ar orðmyndir skyldu víkja fyrir norskum (t. d. danska kage —
norska kake); danskar endingar fyrir norskum (t. d. danska
heste, norska hester eða hestar). Þetta myndi gefa tungunni
sinn sérkennandi norska svip. Einn þeirra, er mjög vom fylgj-
andi þessari aðferð, var skáldið mikla, Henrik Wergeland;
og í mörgum af verkum sínum færði hann stíl sinn í norskan
búning í samræmi við þessar meginreglur.
Á hinn bóginn voru aðrir, sem vildu taka dýpra í árinni,
er vildu fá norska tungu þegar í stað. Þeir minntust þess, að
Noregur hafði eitt sinn átt sína gullöld, öld víkinga, sagna,
ríkra konunga, hermanna og skálda. Þeir minntust þess, að
Norgur átti eitt sinn sitt eigið mál. Því mátti þá ekki mynda
nýtt sameiginlegt mál á grundvelli mállýzknanna, sem talaðar
vom í landinu? Hin ákafa þrá eftir innlendri tungu verður