Skírnir - 01.01.1958, Page 138
134
Ingvald Torvik
Skírnir
að skoðast í ljósi hinnar miklu öldu þjóðernisrómantíkur, sem
gekk yfir landið um miðja nítjándu öldina, þjóðernisvakning-
ar með takmarkalausri hrifningu á öllu, sem hafði á sér
sann-norskan blæ.
Ljóðum, munnmælasögum og þjóðsögum, sem gengið höfðu
frá föður til sonar öldum saman, var safnað af fræðimönn-
um, er ferðuðust víðs vegar um landið í þessu skyni. Þjóð-
lögum var safnað. Listamenn sóttu viðfangsefni sín í norskt
landslag og sveitalíf. Menn lögðu stund á sögu Noregs í fom-
öld, og ýmsir athurðir úr henni urðu yrkisefni norskum skáld-
um. Á bóndahýlum og á ökrunum, þar sem erfiðismenn höfðu
stritað, hafði móðurmálið varðveitzt bezt, svo að eðlilegt var,
að áhugi manna á hinum ýmsu mállýzkum vaknaði.
Við sjáum þannig, að föðurlandsást er snar þáttur í starfi
því, er unnið var til viðreisnar norskri tungu. Þjóðfélags-
aðstæður urðu hér þó jafnþungar á metaskálunum. Mörg um-
mæli frá þessum tíma sýna, svo að ekki verður um villzt, að
oft var erfitt fyrir böm sem fullorðna að skilja dönsku. Þetta
átti bæði við um ritmálið, sem bömin urðu að læra í skól-
unum, og hið talaða mál hjá klerkunum og öðmm embættis-
mönnum ríkisins, svo að dæmi séu tekin. Þar eð allt lesefni
var á dönsku, sem svo margir áttu erfitt með að skilja, var
eðlilegt, að meirihluti þjóðarinnar læsi lítið sem ekkert að ráði.
Þetta var mikill Þrándur í Götu alþýðumenntunar.
Báðar þessar hliðar málsins — föðurlandsást og félagslegar
aðstæður — vom harla mikilvægar í augum þess manns, er
skapanornimar höfðu kjörið til þess að skapa hið nýja norska
mál, sem hann kallaði Landsmaal. Þessi maður var
Ivar Aasen.
Ivar Aasen var bóndasonur ættaður af Sunnmore (Sunn-
mæri), héraði í Vestur-Noregi. Þegar á unga aldri kom fram
hjá honum mikill áhugi á málfræði. Hann kærði sig þó ekki
um að fara í menntaskóla og öðlast réttindi til háskólanáms.
Er hann var enn á tvítugsaldri, samdi hann málfræði yfir