Skírnir - 01.01.1958, Side 139
Skímir
Málþróunin í Noregi
135
mállýzkuna á Sunnmæri. Nokkru síðar skrifaði hann rit-
gerð, þar sem hann lét í ljós þá skoðun, að tungumálavand-
ann í Noregi mætti leysa með því að skapa nýtt mál, er
byggt væri á mállýzkum og fróðir málfræðingar tækju sam-
an. Nokkrum árum síðar höguðu forlögin því þannig, að Aasen
sjálfur varð sá, er safna skyldi þessum mállýzkum.
Fyrir tilstilli Neumanns biskups í Björgvin komst hann í
samband við Vísindafélagið (Videnskabemes Selskab) í Þránd-
heimi, en það félag hafði mikinn áhuga á norskri sögu og
tungu. Félagið réð Ivar Aasen til þess að ferðast um landið
og skrá orð úr mállýzkunum, eins og þau voru töluð, safna
þeim í orðabók og semja norska málfræði.
Milli 1842 og 1846 ferðaðist Ivar Aasen frá einum stað til
annars og fór víða. Þegar árið 1848 hafði hann tekið saman
griðarmikla norska málfræði, og 1850 gaf hann út norska
orðabók. Bæði voru verk þessi hávísindaleg, og Aasen var
viðurkenndur sem óvenjumikill málfræðingur, eigi aðeins í
Noregi, heldur og þótt viðar væri leitað.
Nú var búið að leggja gmndvöllinn fyrir nýtt mál.
1853 gaf Aasen út bók, sem hét: „Sýnishorn af landsmál-
inu í Noregi“ („Praver af Landsmaalet i Norge“), og í henni
notaði hann hið nýja mál sitt. Heitið „landsmaal“, er hann
gaf hinu nýja máli sínu, má túlka á fleiri en einn veg. Það
gæti átt við mál ætlað fyrir landið í heild eða mál, sem bygg-
ist á sveitamállýzkunum. Að öllum líkindum hefir Aasen
átt við hið fyrr nefnda, því að hann áleit, að mál hans, lands-
málið, gæti smátt og smátt orðið mál allra Norðmanna.
Síðan 1850 hefir Noregur haft tvö ritmál.
Ivar Aasen var, auk þess að vera snillingur á málfræðisvið-
inu, rithöfundur. I ritum sínum sannaði hann, að hið nýja
mál væri nothæft. Hann samdi leikrit, er nefndist „Erfing-
inn“ (,,Ervingen“). Það hlaut góðar viðtökur og er enn leik-
ið af áhugamönnum. Hann orti og mörg ljóð, er, að undan-
teknum ljóðum Björnstjeme Bjömsons, em oftast sungin
norskra ljóða. Hann hafði sýnt það, að landsmálið mátti nota
jafnt í óbundnu sem hundnu máli.