Skírnir - 01.01.1958, Side 140
136
Ingvald Torvik
Skirnir
Dönsk tunga færð í norskan búning.
Samhliða vexti og viðgangi landsmálsins, sem Aasen skap-
aði, var unnið að því að færa danska tungu í norskan búning.
Þegar á fjórða tug aldarinnar, sem leið, hafði hið mikla skáld
og rithöfundur, Henrik Wergeland, byrjað að færa mál sitt í
í norskan búning. Frá því á fimmta tug aldarinnar varð slíkt
æ algengara hjá fjölda rithöfunda og hélt áfram út öldina.
Við getum raunar sagt, að því sé haldið áfram enn þann dag
í dag.
Um miðja öldina var gefið út safn norskra ævintýra og
þjóðsagna. Málið á þessum sögum var töluvert frábrugðið
dönsku, einkum hvað snerti setningaskipan. Utgefendur höfðu
leitazt við að hafa stíl sinn sem næst mæltu máli, og það
hafði þeim tekizt. Rithöfundar eins og Bjömstjeme Björnson
og hið mikla leikritaskáld Henrik Ibsen stældu þessa eðlilegu
frásagnaraðferð. Málið á flestum verkum þeirra er að vem-
legu leyti danskt, en ber ákveðin einkenni norskunnar í setn-
ingaskipan, orðfæri, beygingum, orðmyndum og endingum.
Þó er það Knud Knudsen, kennari í einum af menntaskól-
um höfuðborgarinnar, sem á heiðurinn skilið fyrir að hafa
lagt fram stærstan skerf til þess að klæða dönskuna í Noregi
norskum búningi. Hann gaf út bók, er nefndist „Unorsk og
Norsk“ („Norska og ekki norska“), stóra orðabók, er í var að
finna þúsundir danskra orða og orðtækja með samsvarandi
norskum orðum og orðtökum. Hann hvatti til þess, að þau
síðamefndu yrðu notuð, og í dag eru mörg þeirra algeng í
norsku máli. Hann stuðlaði einnig mjög að því, að rækt var
lögð við norskari framburð á dönskunni á leiksviði og í skól-
um en áður hafði tíðkazt.
Danskan í hinum norska búningi sínum var kölluð Norsk-
Dansk (norsk-danska) eða Dansk-Norsk (dansk-norska) þar
til um 1890. Eftir það gekk hún undir nafninu Riksmaal (rík-
ismálið). Málin tvö, er kepptu hvort við annað, vora Riksmaal
og Landsmaal þar til 1929. Þá ákvað norska þingið (Stor-
tinget), að hið opinbera heiti málanna tveggja skyldi vera
Bokmál (bókmálið) og Nynorsk (nýnorska). Margir Norð-