Skírnir - 01.01.1958, Síða 141
Skírnir
Málþróunin í Noregi
137
menn eru óánægðir með þessi nýju heiti og halda áfram að
nota nöfnin „Riksmál“ og „Landsmál“. (Tákninu aa var
breytt í á árið 1917.)
Það, sem einkenndi málþróunina um margra ára skeið eftir
1850, var annars vegar ræktin við landsmálið og útbreiðsla
þess og hins vegar venja sú að færa dönskuna í norskan hún-
ing, er sífellt fór í vöxt. Um hríð voru áhöld um, hvort þess-
ara tveggja mála næði yfirtökum og yrði eitt þjóðtunga í
Noregi.
Það var ekki við því að búast, að mál, sem ekki hafði verið
til í ritaðri mynd í mörg hundruð ár, gæti orðið fullkomið
í notkun þegar í stað. Eins og áður var á minnzt, var það
ætlun Aasens, að það tæki sess dönskunnar smátt og smátt
sem hið opinbera tungumál, en áður en því marki væri náð,
þurfti það frekari þróunar og ræktar við.
Miklar og ákafar umræður urðu víða um landsmálið. Marg-
ir héldu því fram, að Aasen hefði byggt um of á mállýzk-
unum vestanfjalls og hefði hætt til að ganga fram hjá mál-
lýzkunum í öðrum landshlutum. Sumir kölluðu landsmálið
villimannlegt og handa dónum einum; aðrir sögðu, að það
væri tilbúið eða falsað mál, sem myndi, eins og i pottinn var
búið, leiða til glötunar hinnar fornu menningar. Aasen og
stuðningsmenn hans héldu uppi vörnum fyrir landsmálið og
lögðu áherzlu á þjóðlegt og félagslegt gildi þess. „Málstríðið“
(málstriden), sem út af þessu spannst, hefir staðið til þessa
dags, enda þótt það hafi verið háð af misjafnlega miklum hita.
Vöxtur og viðgangur nýnorskunnar.
Stuttu eftir að Ivar Aasen skapaði landsmál sitt, tóku rit-
höfundar að skrifa á því. Tveir frægustu rithöfundar á ný-
norsku á síðari hluta 19. aldar voru þeir Aasmund OLavsson
Vinje og Arne Garborg. Sá fyxmefndi fylltist slíkum eldmóði
yfir hinu nýja máli, að hann losaði sig, skyndilega og gjör-
samlega, úr viðjum dönskunnar og notaði aldrei framar danskt
orð í verkum sínum. Sá síðarnefndi hafði lært hið dansk-
norska mál í barnaskóla, en þar eð hann áleit, að hið nýja