Skírnir - 01.01.1958, Side 142
138
Ingvald Torvik
Skírnir
mál yrði betra tæki til þess að láta í ljós hugsanir sínar, bæði
sem ljóðskáld og sagnaskáld, þá einsetti hann sér að læra það
til hlítar á einu sumri og skrifaði síðar flestöll verk sín á
því máli. Þessir rithöfundar eru, ásamt Aasen, álitnir hinir
sígildu höfundar á nýnorsku. Síðan í lok 19. aldar og fram á
vora daga hefir tala þeirra höfunda, er á nýnorsku rita, auk-
izt allverulega, en þeir eru þó enn í minnihluta.
Árið 1885 var svo komið, að Stórþingið tók að gefa þessum
málum gaum, og það ár lýsti það yfir því, að báðar tung-
urnar skyldu jafnréttháar. Þetta mál hafði nú hlotið afskipti
ríkisvaldsins. Með samþykktinni frá 1885 og lögum frá 1892
var vegurinn ruddur fyrir landsmálið í bamaskólunum. Frá
1892 og til aldamóta tóku 250 skólar landsmálið upp sem
aðaltungumál sitt. Ákvörðun um það, hvort málið skuli vera
aðalmál í skóla, er tekin af viðkomandi skólanefnd, eftir að
vitneskja er fengin með atkvæðagreiðslu um vilja foreldranna.
Síðan 1900 hefir fjöldi þeirra héraða, er kosið hafa sér ný-
norsku sem aðalmál, aukizt verulega og hefir orðið enn meiri,
eftir að stafsetningunni var breytt árið 1938, en næstu tvö
árin þar á eftir tóku hvorki meira né minna en 900 skólar
upp það mál.
Samkvæmt síðasta manntali (1949) skiptust málin þannig
í barnaskólunum:
Sveitir.......
Bæir .........
Nemendafjöldi
Bókmál Nýnorska
2.524 2.949
Allir 0
207.692 92.397
Þessar tölur sýna, að um það bil tveir þriðju bama í Noregi
hljóta í dag fræðslu sína á bókmálinu og einn þriðji á ný-
norsku.
Árið 1908 vom gefin út lög, er mæltu svo fyrir, að háskóla-
stúdentar, sem taka norsku sem námsgrein, yrðu að ganga
undir skrifleg próf í báðum myndum málsins, en í öðmm
greinum gátu þeir notað hvora mynd málsins, sem þeir vildu,
er þeir svömðu prófspurningum.
1 kennaraskólum og gagnfræða- og menntaskólum eru bæði