Skírnir - 01.01.1958, Page 143
Sldrnir
Málþróunin í Noregi
139
málin skyldunámsgreinar. Bæði nýnorsku- og bókmálshöfund-
ar skulu valdir í sýnisbækur norskra bókmennta, sem lesnar
eru i norskum skólum. Til þess að standast próf verða nem-
endur að sýna þekkingu sína á báðum málunum með því að
þreyta skriflegt próf í hvoru málinu fyrir sig. Síðan 1912 hafa
nemendur, er ganga undir stúdentspróf (examen artium),
(meðalaldur 19 ár), orðið að skrifa ritgerð á aðalmáli sínu og
taka að auki skriflegt próf á hinu málinu.
Síðan 1947 hafa nemendur, er ganga undir gagnfræða-
próf (Realskole), einnig orðið að skrifa stíl á báðum málun-
um, en gagnfræðapróf er í Noregi tekið á aldrinum 17 ára
að meðaltali.
Aðrar greinar menningarlífsins.
1 norska útvarpinu heyrast bæði málin töluð. Erindi, fyrir-
lestra, frásagnir, viðtöl og aðra dagskrárliði má heyra á bók-
máli og nýnorsku. Ein af fjórum daglegum fréttaútsendingum
er alltaf á nýnorsku og þrjár á bókmálinu. Um það bil fjórð-
ungur af öllum guðsþjónustum fer fram á nýnorsku, hinar
á bókmáli.
Ef til vill er kirkjan það svið þjóðlífsins, þar sem nýnorskan
hefir mætt mestri mótspymu. Hún er útvirki hinna hefð-
bundnu erfðavenja. Málfar kirkjunnar er í eðli sínu íhalds-
samt, og hún á ekki auðvelt með að leggja það niður. Þannig
hefir verið leitazt við að halda dansk-norskunni við i kirkj-
unum, jafnvel í sveitum, þar sem fólk myndi annars heldur
tala nýnorsku. Þrátt fyrir þetta hefir nýnorskan mtt sér mjög
til rúms. 1 hvorki meira né minna en 320 kirkjum af um
1.100 hafa söfnuðimir kosið að láta guðsþjónustumar fara
fram á nýnorsku. Margir prestar nota þetta mál eingöngu i
stólræðum sínum, og í mörgum sóknum æskja söfnuðirnir
þess, að þeir prestar hljóti brauðið.
Árið 1921 var lokið við að þýða Biblíuna á nýnorsku, og
1925 kom út nýnorsk sálmabók, sem nú er notuð í 320 kirkj-
um.
í einu hinna fjögurra aðalleikhúsa í Ósló, Det Norske Tea-