Skírnir - 01.01.1958, Síða 144
140
Ingvald Torvik
Skírnir
tret, eru leikrit leikin á nýnorsku eingöngu. Þetta eru beinar
þýðingar á leikritum þekktra leikritahöfunda hæði heima og
erlendis, jafnframt frumsömdum leikritum. Til gamans má
geta þess, að vorið 1948 var „Pétur Gautur“ eftir Ibsen þýdd-
ur á nýnorsku og leikinn í þessu leikhúsi, þar sem hann fékk
mjög góðar viðtökur. Margir gagnrýnendur héldu því fram,
að i þessum nýnorska búningi væri leikritið enn eðlilegra,
þar sem leikurinn færi að miklu leyti fram í norsku sveita-
þorpi, þar sem hið eðlilega málfar er nær nýnorsku heldur
en mál Ibsens. Aftur á móti voru aðrir, sem töldu, að það nálg-
aðist helgispjöll að breyta máli hjá þjóðskáldi eins og Ibsen.
Mikill meirihluti þeirra bóka, sem gefnar eru út í dag, er
á bókmálinu. Flest helztu útgáfufyirtækin prenta bækur á
báðum málunum, og eitt þeirra helgar sig útgáfu bóka á ný-
norsku eingöngu.
Öll dagblöð eru á bókmáli, en blöð á einstökum stöðum úti
á landi og nokkur vikublöð og tímarit eru á nýnorsku. I flest-
um bókmálsblöðunum er þó nokkuð af nýnorsku lesefni.
Landsstjórnin og bæjar- og sveitarstjórnir.
Eftir því sem notkun nýnorsku sem aðalmáls í skólum jókst,
fór það einnig í vöxt, að bæjar- og sveitarstjómir notuðu hana
í bréfaskiptum sínum. Tillögur voru hvað eftir annað bornar
fram við ríkisvaldið þess efnis, að helztu stjómardeildir svör-
uðu á nýnorsku, þegar það ætti við. Skrifstofustjórar í stjóm-
arráðinu urðu að gefa út fyrirmæli um notkun málsins á
stjómarskrifstofum. Þau fyrstu birtust 1924 sem minnisblað
frá kirkju- og menntamálaráðherra, þar sem hvatt er til þess,
að öll bréfaskipti fari fram á því máli, sem til þeirra sé
stofnað á.
Einnig var kveðið svo á, að héraðsstjómir eða aðrar opin-
berar stjómarnefndir ættu rétt á að krefjast þess, að ráðu-
neytið notaði nýnorsku í öllum skiptum sínum við viðkom-
andi aðila.
Dómsmálaráðuneytið átti að semja skrá yfir héraðs- og
fylkisstjómir, þar sem gefið væri til kynna, á hvaða máli þær