Skírnir - 01.01.1958, Page 145
Skímir
Málþróunin í Noregi
141
vildu láta bréfaviðskipti við sig fara fram. Margar héraðs- og
sveitarstjórnir hafa notfært sér þennan rétt sinn að kjósa sér
það máhð, sem þær óska. Skipting málanna er í dag sem hér
segir:
Bókmál Nýnorska
Héraðsstjórnir..... 202 290
Fylkisstjórnir..... 8 10
en 252 héraðsstjórnir og 2 fylkisstjómir hafa ekki látið í ljós
neinar sérstakar óskir um það, hvort málið skuli nota í bréfa-
skriftum þeirra.
Árið 1894 vom fyrstu lögin, sem samin voru á nýnorsku,
samþykkt eftir harðar umræður. Liðu mörg ár, þar til laga-
setning fór aftur fram á því máli. Árið 1946 stóðu mál þann-
ig, að af um það bil 1.000 frumvörpum og breytingartillögum
þingnefnda voru 146 á nýnorsku.
Rúmlega fimmti hluti hinna 150 fulltrúa á Stórþinginu tal-
ar nýnorsku í umræðum og er vitnað í þá í Stortingstidende
(þingtíðindunum norsku) á því máli.
í eitt hundrað ár hafa verið tvö ritmál í Noregi, sem hvort
um sig hefir þróazt á sinn sérstaka hátt: 1 fyrsta lagi dönsk
tunga færð í norskan búning, en hún hafði orðið að ritmáli
í Noregi, meðan á sambandinu við Danmörku stóð, og i öðru
lagi hin nýja tunga, sem farið var að leggja rækt við og í
rauninni var norsk og Ivar Aasen lagði grundvöllinn að.
Eins og fyrr getur, hafði þetta vandamál um tunguna komið
til kasta löggjafarvaldsins eftir 1885. Ætíð síðan hafa allar
ráðstafanir um breytingar á málunum og hlutverki þeirra í
skólunum og á vettvangi hins opinbera verið gerðar af ríkis-
stjóminni, Stórþinginu, kirkju- og menntamálaráðuneytinu i
samráði við og samkvæmt meðmælum málfræðinga.
Með hverri slíkri breytingu á fætur annarri hafa þessi tvö
mál smám saman orðið líkari. Þegar í lok nítjándu aldar hafði
Knud Knudsen haldið því fram, að það væri bæði mögulegt og
æskilegt, að málin tvö rynnu saman í eitt sameiginlegt mál. I
bók sinni „Hvem skal vinne?“ („Hvor vinnur?“), er út kom
1886, líkti hann norsku þjóðinni við verkamennina í St. Goth-