Skírnir - 01.01.1958, Page 146
142
Ingvald Torvik
Skírnir
ards-jarðgöngunum og spáði, að hún myndi verða fyrir svip-
aðri reynslu og þeir, „að er hún hefði grafið sig lengi áfram
og það með erfiðismunum frá báðum endum — þeim norska
og þeim danska — yrði aðeins eftir þunnur skilveggur, sem
auðveldlega yrði rofinn, þannig að báðir flokkarnir stæðu
augliti til auglitis, sigri hrósandi."
Síðan þetta var skrifað, hafa æ fleiri Norðmenn látið sér
skiljast, að hið mikla takmark hlýtur að vera eitt tungumál
í Noregi, sem nær jafnt til allra, og að gera verður breyt-
ipgar á báðum málunum, svo að „veggurinn verði nógu þunn-
ur, til að hægt sé að rjúfa hann auðveldlega.“
Allmargar stafsetningar- og málbreytingar hafa verið gerð-
ar í þessu skyni og í sambandi við viðleitnina til að samræma
hið ritaða mál sem mest talmáli fólksins, að því er varðar
setningaskipun, orðaforða, orðmyndir og beygingarendingar.
Þannig hefir málið, sem var að verulegu leyti danskt, orðið
greinilega norskara.
Með stafsetningarbreytingunni 1907 urðu fyrstu verulegu
skilin milli ríkismálsins og dönsku. Samhljóðunum b, d, g var
breytt í p, t, k í mörgum orðum, þar sem Norðmenn bera
fram hin síðarnefndu hljóð. Danska orðið gabe varð gape
(gapa), ved varð vet (veit) og kage varð kake (kaka). Nokkur
orð voru dregin saman, t. d. moder varð mor (móðir) og fader
varð far (faðir); endingin -ede í veikum sögnum breyttist í -et,
t. d. kastede — kastet (kastaði).
1917 var gerð önnur breyting á stafsetningunni, sem mið-
aði að því að færa stafsetninguna nær framburði en gert var
1907; um leið var stefnt að því að færa ríkismálið meira til
samræmis við talmál menntamanna í bæjuninn. Orði eins og
nat var breytt í natt (nótt) og ryg varð rygg (bak), vegna
þess að í norskum framburði var sérhljóðið í slíkum orðum
stutt, en samhljóðið langt.
Ýmsar orðmyndir úr sveitamáli voru einnig teknar upp,
einkum ef þær voru orðnar algengar í bæjarmáli, t. d. ku í
staðinn fyrir ko (kýr), og barna í staðinn fyrir barnene (böm-
in). Tákninu aa var breytt í á í báðum málunum.
Er næsta stafsetningarbreyting var gerð, en það var árið