Skírnir - 01.01.1958, Side 147
Skírnir
Málþróunin í Noregi
143
1938, var hið ritaða bókmál samræmt, eftir megni, eðlilegu
talmáli meirihluta þjóðarinnar. Orðmyndir, sem áður voru
álitnar úr almúgamáli eingöngu eða úr máli ómenntaðra, en
voru í raun og veru norskar orðmyndir úr mállýzkum sveita
og bæja, voru nú teknar upp.
Bókmálið hefir á þennan hátt tekið á sig miklu sterkari blæ
af alþýðumáli. Eigi hefir verið ástæða til þess að gera jafn-
margar breytingar á nýnorskunni, því að fyrirmyndir hennar
voru upphaflega forn- og nýnorsku-mállýzkurnar, og þær
breytingar, er gerðar hafa verið, miða einkum að því að
minnka mismuninn milli málanna tveggja. Ivar Aasen gerði
sjálfur vissar breytingar á máli sínu í hinni upphaflegu mynd
þess, þannig að það yrði meir í samræmi við dansk-norska
stafsetningu þeirra tíma. Því er nýnorska, eins og hún er í
dag, að nokkru frábrugðin fyrirmyndinni, er Aasen skapaði.
Er stafsetningunni var breytt 1917, og sér í lagi 1938, var
mönnum gert leyfilegt að velja milli vissra orðmynda. Meðal
þessara svokölluðu „valmynda“ voru orð, er stafsett voru á
fleiri en einn veg, og mismunandi beygingar sömu nafnorða
og lýsingarorða í báðum málunum.
Hér eru nokkur dæmi, er sýna, hvernig kleift hefir reynzt
að skapa sameiginlegar orðmyndir í ritmálinu.
Fyrir 1938:
Bókmál: mellem (milli), gjennem (gegnum), op (upp)
Nýnorska: millom — gjenom — upp —
Eftir 1938:
Bæði málin: mellom — gjennom — opp —
Það er þó ekki auðvelt fyrir menn að koma sér saman um
sameiginlegar orðmyndir. Breytingar sem þær, er hér hafa
verið nefndar, ná aðeins til stafsetningarinnar. Málið verður
flóknara, þegar um er að ræða breytingar, er áhrif hafa á
„sál“ tungunnar, ef svo mætti að orði komast. Þær finnum
við í beygingarendingum, til dæmis gata (gatan) í stað gaten,
og kasta (kastaði) í stað kastet. Hinar fyrstnefndu myndir
má heyra í talmáli mikils meirihluta norsku þjóðarinnar, og
þær eru einu myndimar í nýnorsku, en síðastnefndu mynd-