Skírnir - 01.01.1958, Side 148
144
Ingvald Torvik
Skírnir
irnar eru orðnar hefðbundnar í bókmáli og bókmenntum. Að
slíta sig frá þvi, sem vanalegt er í rituðu máli, er erfitt. Auk
þess eru margir fylgjendur bókmálsins, sem líta á fyrstnefndu
myndimar sem mál ómenntaðra abnúgamanna.
Til þess að fá fram sameiginlega mábnynd verður oft á
tíðum að ganga langt í því að rjúfa tengslin við hið hefð-
bundna. Það er tiltölulega auðvelt fyrir skólabörn og ungt
fólk að taka upp nýjar stafsetningarmyndir, en fyrir roskið
fólk verður þetta auðvitað erfiðara.
Það er til þess að gera breytingarnar á málinu sem auðveld-
astar og eðlilegastar, að stungið var upp á hinum svonefndu
valmyndum.
Þrátt fyrir það, að málin tvö hafa nálgazt hvort annað að
miklum mun, er þó veggurinn, sem skilur á milli þeirra,
ekki enn nægilega þunnur, til þess að hann verði endanlega
rofinn. Fáein dæmi ættu að sýna betur muninn, sem á mál-
unum er. Þótt tvíhljóðin ei, au og ay séu að nokkru leyti
notuð í bókmábnu, hafa þau ekki verið tekin þar upp í eins
mörgum orðum og í nýnorsku, þar sem þau hafa átt heima
síðan á dögum Aasens. Flest þessara tvíhljóða eru komin
beint úr norrænu og er að finna í dag í flestum sveitamál-
lýzkunum —■ og einnig í mörgum mállýzkum í bæjunum.
Bókmálið heldur enn:
e fyrir ei (bókmál: mening, nýnorska: meining (skoðun))
0 — ay ( — dramme, — drayma (dreyma)).
0 — au ( — hast, — haust (haust))
Auk þess eru í bókmálinu mörg orð, sem eru af þýzkum
eða lágþýzkum uppruna, sem ekki hafa verið tekin upp í
nýnorsku, þar sem þau hefðu þótt raska samræminu, sem er
að finna í máli, er að stofninum til er norskt. Þetta á, til dæm-
is, við um orð með forskeytunum be-, er-, an- og viðskeytun-
um -het (í nafnorðum) og -bar (í lýsingarorðum).
Þetta eru þá nokkur dæmi um höfuðmismuninn á hinrnn
tveimur málmyndum í Noregi. Það er augljóst, að er mál hefir
verið ríkismál jafnlengi og danskan var, hlýtur það að standa
djúpum rótum. Það hefir hjálpað til að skapa bókmenntalega