Skírnir - 01.01.1958, Síða 149
Skírnir
Málþróunin í Noregi
145
og menningarlega hefð. Það hefir hlotið virðingarsess, er eigi
verður auðveldlega af því tekinn. Það er því ekki að undra,
að margir Norðmenn — allt frá 1814 til vorra daga — hafa
litið svo á, að mikill skaði væri skeður, ef rofin yrðu algerlega
tengslin við hefðbundna arfleifð dönskunnar.
Það þarf ekki að taka það fram, að núverandi tvískipting
málsins er á margan hátt til óhagræðis og óþæginda. Eyða
verður tíma og fyrirhöfn, sem helga mætti öðrum viðfangs-
efnum, í það að læra aðra norska tungu í skólunum. Nota
verður tvenns konar kennslubækur. Oft verður að nota tvenns
konar eyðublöð og skrifa tvenns konar umburðarbréf á ríkis-
skrifstofum — en sú skipan mála er bæði þunglamaleg og
kostar mikið.
Flestir Norðmenn eru sammála um það, að mikið hagræði
yrði í því að hafa aðeins eitt mál í landinu, en mjög eru
skiptar skoðanir meðal formælenda bókmálsins og nýnorsk-
unnar um það, hvaða leiðir beri að fara og hve langt eigi að
ganga í að ná þessu marki eða hve því beri að hraða. Flestir
stjómmálaflokkarnir hafa að stefnuskráratriði lausn á því
máli eins fljótt og auðið er, og í flestum tilvikum er sú lausn
fólgin í því, að málin tvö renni saman í það, sem kallað hef-
ir verið Samnorsk (sameiginlegt mál handa öllum Norðmönn-
um). Aftur á móti eru til Norðmenn, sem álíta, að stjómmála-
menn eigi ekki að hafa nein afskipti af þessum málum og að
lofa beri báðum tungunum að lifa hlið við hlið undir rnnsjá
og umhyggju málfræðinga. Því hefir margoft verið hreyft, að
málvísinda-akademíu eða nefnd, er í væri sérfræðingar, yrði
komið á laggimar. f desember 1951 lagði Stórþingið svo fyrir,
að föst málnefnd skyldi skipuð af ríkisstjórninni. Hún var
skipuð í marz 1952 og var gefið heitið Norsk spráknemnd
(norsk málnefnd).
Þessi nefnd á að vera ráðgjafi ríkisstjórnarinnar og þjóðar-
innar yfirleitt. 1 hana eru valdir menn úr ýmsum starfsgrein-
um, svo sem háskólaprófessorar, orðabókahöfimdar, kenn-
arar, rithöfundar, blaðamenn, leikarar og prestar -—- í stuttu
máli sagt, í henni eru menn, sem allir hafa staðgóða þekk-
ingu á málinu og nota það tiltölulega mikið í sinni rituðu
10