Skírnir - 01.01.1958, Blaðsíða 150
146
Ingvald Torvik
Skírnir
mynd. Bókmál og nýnorska eiga þarna 15 fulltrúa, sem allir
eru sagðir fúsir til þess að vinna að samruna þessara tveggja
mála. Meðal annarra mikilvægra skyldustarfa hefir nefndin
með höndum yfirumsjón með máli því, sem notað er í kennslu-
bókum í skólum, og með samræmi í málinu á mismunandi
bókum. Hún verður að samræma fræðiheiti (terminologi)
innan hvors málsins um sig og semja eftir föngum sameigin-
leg heiti fyrir bæði tungumálin.
Svo virðist sem flestir Norðmenn bíði með mikilli eftir-
væntingu árangursins af starfi norsku málnefndarinnar, enda
þótt stofnun hennar hefði í för með sér töluvert fjaðrafok.
Den Norske Forfatterforening (Norska rithöfundasambandið)
klofnaði út af þátttöku fulltrúa sinna í málnefndinni. Minni-
hlutinn, um það bil þrjátíu af um tvö hundruð félögum þess,
hélt því fram, að það væri brot á lögum sambandsins að eiga
fulltrúa í slíkri nefnd. Þessi hópur klauf hið upprunalega fé-
lag og stofnaði nýtt, er nefndist Forfatterforeningen av 1952.
Gamla sambandið hefir þó fjóra fulltrúa í málnefndinni.
Margir óttast það, að „samnorska“ verði orðin að veruleika
eftir til þess að gera fá ár. Þessi ótti er ástæðulaus. Ein máls-
greinin í skýrslu, er gefin var út eftir annan fund nefndar-
innar, hljóðar svo:
„Norska málnefndin hefir fyrst og fremst til meðferðar
vandamál, er tekur langan tíma að leysa. Samruni málanna,
sem málnefndin á að vinna að, hefir staðið yfir í meir en
hundrað ár og mun taka mörg ár enn. Enginn skyldi halda,
að sameiginlegu máli í Noregi verði komið á á fáeinum ár-
um. Það, sem málnefndin getur gert, er aftur á móti að ryðja
veginn fyrir þeirri þróun, er sé í samræmi við sanngjarna
sögulega, þjóðlega og félagslega hagsmuni.“
Þessi yfirlýsing ætti að róa nægilega alla þá, er óttast, að á
næstu árum skapist nýtt samnorskt mál.
Auðvitað má líta á þetta vandamál frá margvíslegu sjónar-
miði, og skoðanimar um það, hvemig við því beri að snúast,
em náttúrlega jafnskiptar og jafnvel enn skiptari. Norðmenn
í öllum stéttum og sviðum þjóðlífsins hafa vakandi áhuga á
þessu máli. Það er vart meira rætt um nokkurt annað mál,