Skírnir - 01.01.1958, Page 155
Skirnir Jón Thoroddsen og frásagnarlist Islendingasagna 151
ar að lokum sigri, en hið órétta ber endurgjaldið í sjálfs sín
skauti. Að því leyti eru sögur hans ótvírætt frábrugðnar Is-
lendingasögum, þar sem græskan er jafnoft árangursfull og
gæskan. Tilhneiging Jóns Thoroddsens að láta söguhetjum
sínum farnast giftusamlega að sögulokum hefur því sótt fyrir-
myndir annarstaðar að, líklega í þá útlendu skáldsagnalist,
sem hann hafði kynnzt. Á hinn bóginn má benda á þá stað-
reynd, að ekki heldur hjá honum er um neinar viðkvæmar
afturhvarfssögur að ræða, enga bjartsýna trú á siðferðilega
gjörbreytingu vondra manna. Það er einfaldlega svo, að svikin
komast loksins upp — reyndar ekki mjög óvænt, eins glæfra-
lega og leikurinn er á svið settur.
Að undanskildum nokkrum skeytum gegn dönskum áhrif-
um og nýmóðins kaupstaðarháttum vottar varla fyrir þjóð-
félagsádeilu eða ákveðinni þjóðfélagsskoðun í sögum Jóns.
Þjóðfélagslegt viShorf vantar hins vegar ekki. Höfundurinn
gefur mjög trúverðugan þverskurð af hinu íslenzka hænda-
þjóðfélagi. Hann veit einnig vel um hinn mikla stéttamun
innan þessa þjóðfélags, sem virðist að mörgu leyti svo órofin
heild. Þar var enginn jarðeiganda-aðall, eins og á meginland-
inu, og heldur engir þrælar, eins og i heimi Islendingasagna.
En þar var auðvitað munurinn á jarðeigendum og jarðlaus-
um, á stærri og smærri jarðeigendum. Eins og kunnugt er,
voru þær andstæður síðarmeir dregnar mjög fram í birtuna
af skáldum raunsæisstefnunnar, t. d. Henrik Pontoppidan í
Danmörku eða Gesti Pálssyni á Islandi. Hjá Jóni Thoroddsen
er þessi stéttamunur aðeins staðreynd, án sérstakrar áherzlu
— svipað og í Islendingasögum. Viðhorf hans til hinna fátæku
og ólánssömu er laust við alla viðkvæmni, án þess þó að vera
hjartalaust.
Þessi afstaða Jóns þykir mér koma skýrt og skemmtilega í
ljós i frásögn hans í upphafi Pilts og stúlku af hreppstjór-
unum tveim. Það er óþarfi að rifja hér upp þá sögu alla. Ég
ætla aðeins að vitna í lok hennar, þegar hin gamla, útslitna
kerling —• hið saklausa tilefni til óvináttu hreppstjóranna —
er skilin ein eftir á hlaðinu hjá öðrum þeirra og báðir aðiljar
harðneita að taka hana að sér: