Skírnir - 01.01.1958, Page 156
152
Peter Hallberg
Skírnir
Þetta var á miðri jólaföstu, og var veður fremur kalt
fyrir gamalmenni, og var farið að slá að kellíngu þegar
komið var út til hennar; sagði Bjarni hreppstjóri að hest
væri að velgja dálítinn mjólkursopa ofan í hana áður enn
farið væri með hana aptur. „Flytið þið mig nú hvurt sem
þið viljið skepnurnar mínar!“ sagði kellíng, „enn guð fyr-
irgefi kónginum, nú situr hann og drekkur kaffi og brenni-
vín og veit ekki hvað hjer gjörist“; þetta voru síðustu orð
hennar hjer í heimi.
Ekki fór eins fyrir hreppstjórum þessum, eins og þeim
Heródes og Pílatus forðum, að þeir yrðu vinir á þeim
sama deigi sem kellíng fór á milli þeirra, aldrei greri um
heilt með þeim eptir þennan þráfluttníng, PS 3.
Samanburðinn við „Heródes og Pílatus forðum“ mætti
óbeint skilja þannig, að höfundurinn væri hér að bera saman
þrautir kerlingar við píslir Krists. En það er a. m. k. ekki sú
hlið, sem hann leggur áherzlu á. Samlíkingin úr Biblíunni virð-
ist hvorki bera vott um meðaumkun né gremju; hún þjónar
því augnamiði að varpa skoplegu ljósi á hreppstjórana báða,
er dálítið grátt gaman. Hin átakanlegu lokaorð kerlingar sýna
einnig, að hún lítur á stöðu sína af raunsæi og æðruleysi, án
þýðingarlausrar sjálfsaumkunar. öðrum hreppsómaga, Þuríði
í Hlíð, er ágætlega lýst í Manni og konu. Stúlkumar á heim-
ilinu virðast frekar óþjálar við hana, en hún getur bitið frá sér.
Það var áreiðanlega ekki alltaf gaman að vera gamalmenni í
því þjóðfélagi, sem Jón Thoroddsen fjallar um. Og þannig
hlýtur þetta að hafa verið einnig á söguöld. Jafnvel maður eins
og Egill Skallagrímsson —- víkingur, skáld og sveitarhöfðingi
— er lítt virtur, þegar hann ráfar ellihrumur um húsið. Grið-
konur skopast að honum, þegar hann drepur fæti og dettur
um sjálfan sig, og honum er skipað að fara frá eldinum, þar
sem hann ætlar að orna sér á köldum vetrardegi. En hann er
samt nógu hress að svara þeim með klámvísu.
Ef klerkur á borð við séra Sigvalda hefði birzt í norrænni
skáldsögu frá áttunda eða níunda tug aldarinnar, hefði lesand-
inn vafalaust skilið þá persónu sem vott um neikvæða afstöðu
höfundarins til kirkju og kristindóms yfirleitt, um viðleitni