Skírnir - 01.01.1958, Page 158
154
Peter Hallberg
Skírnir
barn og þykist geta ráðið það, sem bíður þess í framtíðinni,
gott eða illt. Á samsvarandi hátt segir Þórdís um litla skjól-
stæðinginn sinn, Sigrúnu: „Óvart kemur mér það, ef ekki ligg-
ur fyrir þessari telpu einhver hamíngja, sem okkur er hulin;
ekki þykist eg hafa séð telpu lánlegri á svipinn, en hana, ef
nokkuð er að fara eptir því“ (MK 78).
En á þessu sviði eins og öðrum leyfir Jón Thoroddsen sér
einnig að nota hugtök og orðatiltæki Islendingasagna í skop-
legu augnamiði. öllum lesendum hans er minnisstæður sá at-
burður, þegar Hjálmar er að njósna fyrir hönd séra Sigvalda,
en dettur aftur á bak í gríðarstórt sýruker og liggur þar tvö-
faldur og kemst hvergi. Örlagastund hans virðist komin:
„ ,Ekki verður feigum forðað, eða ófeigum i hel komið' segir
málsháttur fom, og svo var enn. Svo leit út, sem Tuddi mundi
hafa látizt þar í kerinu við lítinn orðstír, ef honum hefði ekki
snarlega komið einhver óvænt bjargvættur. En með því hon-
um var ætlað lengra líf, þá ber svo við, að prest sækir mikill
þorsti, og fer Guðrún ráðskona fram í búr að sækja honum
mjólk að drekka.“ (MK 162-63). Þar varð þá Hjálmar fund-
inn og honum bjargað úr klípunni. Bæði þau orðtæki, sem höf-
undurinn kemur hér fyrir — um mátt örlaganna yfir lífi og
dauða og um lengra líf —• eru vel þekkt úr íslendingasögum,
en þá auðvitað alltaf í alvarlegu sambandi. Við hið skrípalega
slys Hjálmars tudda birtast þau hins vegar í skoplegu ljósi;
lesandanum detta ósjálfrátt í hug hin örlagaþrungnu úrslit í
lífi sagnahetjanna.
Jón Thoroddsen trúir auðsýnilega ekki á forlögin. örlaga-
formálar Islendingasagna em í augum hans forn orðatiltæki
og málshættir. En hann notar þá sjálfur í skáldskap sínum,
bæði í alvöru og gamni. Þannig kemur hann upp um hina
tvöföldu afstöðu sína til sagnanna; hann er þeim í senn háður
og óháður.
3
Eitt sérkenni manna — og þá auðvitað helzt hetjanna — í
Islendingasögum er viðleitni þeirra að koma ekki upp um til-
finningar sínar. Samt geta þær stundum birzt í áþreifanleg-