Skírnir - 01.01.1958, Page 159
Skírnir
Jón Thoroddsen og frásagnarlist Islendingasagna
155
um líkamlegum viðbrögðum. Það nægir að vitna í frásögn
Njálu af þeim atburði, þegar Hildigunnur eggjar föðurbróður
sinn til hefndar: „Flosa brá svo við, að hann var í andliti
stundum sem blóð, en stundum fölur sem gras, en stundum
blár sem hel.“
Jón Thoroddsen forðast að jafnaði slíkar öfgar og leitar til
hversdagslegri merkja um geðshræringu, t. d. fölva eða roða.
En við og við rekst lesandinn einnig hjá honum á viðbrögð,
sem bera ljósan vott um áhrif frá íslendingasögum.
Þegar Þórdís húsfreyja er á heimleið frá prestssetrinu og
hefur orðið að lúta í lægra haldi fyrir séra Sigvalda, leita sér
gremja hennar og harmur útrásar: „og svo hefir Ámi fylgdar-
maður hennar frá sagt, að honum sýndist stundum sem hvítt
hagl hrjóta af augum hennar; var hún stundum föl sem nár,
en stundum setti hana dreyrrauða“ (MK 370). Og í síðara
samtali við klerk kemur yfir hana svipuð geðshræring: „og
sáu menn þá, að tár hrutu af augum hennar, líkast sem högl
væri“ (MK 389).
Það verður varla hjá því komizt, að nútíma-lesanda finnist
þessi úrkoma dálítið hjákátleg. En til þess hefur Jón Thorodd-
senn vissulega ekki ætlazt. Þó að hann grípi annars ósjaldan
til orðfæris Islendingasagna einmitt í því skyni að varpa bros-
legum blæ yfir frásögnina, gerir hann það ekki hér. Þórdís
húsfreyja á alla samúð hans. Viðureign þeirra séra Sigvalda
er m. a. s. sniðin eftir svipuðu atriði í ævi móður höfundarins.1
Það er þvi loku fyrir það skotið, að sú lýsing hafi verið hugs-
uð sem skopstæling.
En þegar spurt er um forsendur að slíkum dæmum, nægir
ekki að benda á íslendingasögur eingöngu. Það er óhætt að
fullyrða, að íslenzk alþýða hafi fram á okkar daga bæði óaf-
vitandi og vísvitandi reynt að haga sér samkvæmt fyrirmynd-
um sagnanna. Eins og menn hafa gjarnan steypt tilsvör sín
í hin sígildu mót, hefur þeim verið annt um að temja sér hina
kuldalegu stillingu í tjáningu geðbrigða sinna. I skáldskap Jóns
Thoroddsens er þessi manngildishugsjón líklega ekki aðeins
a) Sbr. áðumefnt rit Steingrims J. Þorsteinssonar, síðara bindi, bls. 410
—34.